HönnunarMars fær nýtt útlit

HönnunarMars hefur fengið nýtt útlit sem hannað var af Strik …
HönnunarMars hefur fengið nýtt útlit sem hannað var af Strik Studio. Samsett mynd

HönnunarMars hefur fengið nýtt útlit en hátíðin fer fram dagana 2.-6. apríl næstkomandi í sautjánda sinn. Hátíðin hefur nú fengið nýtt útlit sem endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir. Verkefnið var í höndum Strik Studio.

Auglýst var eftir tillögum að nýrri nálgun á útliti, ásýnd, rödd og upplifun á síðasta ári. Margar tillögur bárust og fyrir valinu varð útfærsla Strik Studio. Þau Snorri Eldjárn, Viktor Weisshappel, Jakob Hermanns og Auður Albertsdóttir eru teymið á bak við Strik Studio sem hefur vakið eftirtekt fyrir verk sín undanfarið og nálgast þau verkefni sín af mikilli dýpt og fagmennsku. 

Snorri Eldjárn, Viktor Veisshappel, Jakob Hermanns og Auður Albertsdóttir er …
Snorri Eldjárn, Viktor Veisshappel, Jakob Hermanns og Auður Albertsdóttir er fólkið á bak við Strik Studio.

Nýtt sjónarhorn á íslenska hönnun

Með nýrri ásýnd HönnunarMars leitaðist teymið við að sýna þann margbreytileika sem hátíðin stendur fyrir en hátíðin sameinar allar greinar hönnunar og á sér margar hliðar.

„HönnunarMars gefur fólki færi á að kynna sér ýmsa vinkla íslenskrar hönnunar og jafnvel frá nýju sjónarhorni. Við notuðum þessi sjónarhorn sem útgangspunkt og tól til að skapa spennandi ásýnd sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar. Okkur þótti mikilvægt að skapa sterkt einkenni sem hefur burði til að taka við breytilegu þema hvers árs,“ segir í fréttatilkynningu.

Útlitið endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir.
Útlitið endurspeglar tíðarandann og þann fjölbreytileika sem hátíðin stendur fyrir.

Þemað er Uppspretta

Letrið Bon eftir leturhönnuðinn Gabríel Markan varð fyrir valinu hjá Strik Studio, letrið er ákaflega stílhreint og fellur vel undir heildarásýnd HönnunarMars. Einnig fengu þau Gabríel til að útfæra bakskáletraða og skáletraða útgáfu af letrinu sem skapar ákveðin sjónarhorn og býður upp á leik í skilaboðum og merkinu sjálfu.

Þema HönnunarMars 2025 er Uppspretta og algengast er að hugsa sér að uppsprettan marki augnablik í tíma þar sem eitthvað byrjar eða verður til. Teymið nálgaðist þema ársins á framúrstefnulegan hátt, þar sem ljósmyndir hönnuða eru í forgrunni og mynda áhugaverða lifandi samsetningu lita og forma.

HönnunarMars er helsta hönnunarhátíð landsins og ein af borgarhátíðum Reykjavíkur. Allt frá upphafi hefur hátíðin sett svip á borgina með fjölbreyttum og forvitnilegum sýningum, viðburðum og samtölum. Hátíðin er skipulögð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og hefur farið fram árlega síðan árið 2009. Hún er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi.

Þemað er Uppspretta og teymið nálgaðist það á framúrstefnulegan hátt.
Þemað er Uppspretta og teymið nálgaðist það á framúrstefnulegan hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda