Jóna María Ólafsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri hjá Siðmennt og Andrés Fjeldsted lögfræðingur hafa sett sína glæsilegu íbúð á sölu. Íbúðin er 103,3 fm og var húsið sjálft reist 1956.
Parið festi kaup á íbúðinni 2020 og hafa síðan þá verið upptekin við að gera hana upp. Íbúðin er öll í ljósum litum sem eru móðins núna.
Í eldhúsinu er innrétting frá HTH sem státar af góðu skápaplássi og stórri eyju. Í eldhúsinu er innfelld uppþvottavél og ísskápur. Á veggjunum eru fallegar flísar sem gefa mikinn svip.
Eldhúsið er opið inn í stofu og er fiskibeinaparket á gólfunum sem gefur fallegan svip.