Félag Alberts kaupir íbúð fyrrverandi rafrettukóngs

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson Ljósmynd/Alex Nicodim

Félag fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar, Albert ehf., hefur fest kaup á 188.000.000 kr. glæsiíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er við Tryggvagötu og er 163,8 fm að stærð. Húsið sjálft var reist 2018 og hefur áður komið við sögu á Smartlandi. Nú síðast þegar fyrrverandi rafrettukóngur, sem á félagið Fitjaborg ehf., festi kaup á íbúðinni.

Eigandi Fitjaborgar ehf. er Snorri Guðmundsson en hann komst í fréttir á dögunum þegar hann og viðskiptafélagi hans, Sverrir Þór Gunnarson í sjoppunni Drekanum, voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hvor um sig 1,1 milljarð í sekt í stóra sígarettusmyglinu svokallaða, samtals 2,2 milljarða. 

Í mál­inu voru þeir Sverr­ir og Snorri ákærðir fyr­ir að smygla inn síga­rett­um og vind­ling­um í níu send­ing­um, en í það heila var um að ræða 120.075 kart­on af síga­rett­um, eða 1.200.750 síga­rettupakka og 5.400 kart­on af reyktób­aki.

Íbúðin er fallega hönnuð og yfirmáta smekkleg.
Íbúðin er fallega hönnuð og yfirmáta smekkleg. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ekkert til sparað

Aftur að íbúðinni sem félag Alberts keypti. Íbúðin hefur verið í útleigu og verður það næsta eina og hálfa árið er kemur fram í kaupsamningi.

Íbúðin er sérlega smart innréttuð með súkkulaðibrúnum innréttinum, fiskibeinaparketi, náttúrusteini og síðum gluggum.

Baðherbergið er flísalagt með marmaraflísum og fá speglaskápar að njóta sín vel á baðherberginu ásamt súkkulaðibrúnum innréttingum. Allt er nýmóðins, smart og elegant! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda