Æðislegar þriggja herbergja íbúðir í Reykjavík á 60-70 milljónir

Sætar þriggja herbergja íbúðir í höfuðborginni.
Sætar þriggja herbergja íbúðir í höfuðborginni. Samsett mynd/Procura/Trausti fasteignasala/Torg fasteignasala

Á fast­eigna­vef mbl.is kenn­ir ým­issa grasa. Þar er hægt að finna æðis­lega huggu­leg­ar þriggja her­bergja íbúðir víðs veg­ar um höfuðborg­ina á 60-70 millj­ón­ir króna. Sum­ar hverj­ar mikið end­ur­nýjaðar og aðrar aug­lýst­ar sem frá­bær fyrstu kaup. Hér eru nokk­ur dæmi.

Íbúðin við Grettisgötu hefur fengið að halda mikið í upprunann.
Íbúðin við Grett­is­götu hef­ur fengið að halda mikið í upp­run­ann. Ljós­mynd/​Procura

Grett­is­gata 84

Kjör­in eign fyr­ir þá sem vilja vera í miðbæn­um. Bygg­ing­ar­ár íbúðar er 1929. Hún er afar björt og með aukna loft­hæð, skráð 84,8 fm. Íbúðin er snyrti­leg en hef­ur fengið að halda í upp­runa­leik­ann. Gegn­heil­ir plank­ar á stærst­um hluta íbúðar­inn­ar og list­ar í loft­um. Hún skipt­ist í and­dyri með gegn­heilu plankap­ar­keti, eld­hús, stofu með gegn­heilu plankap­ar­keti, borðstofu, sem einnig er hægt að nota sem her­bergi, svefn­her­bergi og baðher­bergi. Þvottaaðstaða er í sam­eign og hef­ur hver íbúð sína þvotta­vél. Geymsla í kjall­ara og er hún skráð 10,1 fm.

Ásett verð: 67.900.000 kr.

Sjá á fast­eigna­vef: Grett­is­gata 84 - 101, Reykja­vík - mbl.is

Jöklafold 39 er á frábærum stað, stutt í skóla, leikskóla, …
Jökla­fold 39 er á frá­bær­um stað, stutt í skóla, leik­skóla, íþróttaaðstöðu o.fl. í Grafar­vogi. Ljós­mynd/​Remax

Jökla­fold 39

Fal­leg íbúð á þriðju hæð, skráð 85,4 fm. Íbúðin er frá­bær­lega staðsett þar sem er stutt í leik­skóla, grunn­skóla, íþróttaaðstöðu, versl­an­ir og aðra þjón­ustu. Hún skipt­ist í for­stofu, hol, eld­hús, tvö svefn­her­bergi, geymslu, baðher­bergi og auk geymslu í sam­eign. Tengi fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara er inni á baðher­bergi. Stof­an er björt og þaðan er út­gengi út á suðvest­ur sval­ir með ágæt­is út­sýni. Frá­bær eign í mjög rót­grónu hverfi í Grafar­vogi.

Ásett verð: 64.900.000 kr.

Sjá á fast­eigna­vef: Jökla­fold 39, Reykja­vík - mbl.is

Eignin við Langholtsveg er að hluta undir súð svo fermetrarnir, …
Eign­in við Lang­holts­veg er að hluta und­ir súð svo fer­metr­arn­ir, sem ekki eru til­greind­ir í stærð, nýt­ast vel. Ljós­mynd/​Domusnova

Lang­holts­veg­ur 174

Fal­leg 79 fm, þriggja her­bergja íbúð með svöl­um til suðurs í fjór­býli. Sam­eig­in­leg­ur inn­gang­ur með miðhæðinni og gengið upp í ris. Íbúðin er að hluta til und­ir súð og því eru fer­metr­ar sem geta nýst sem ekki eru reiknaðir með í stærð. Eld­hús, stofa og borðstofa eru í al­rými, harðpar­ket á gólf­um og út­gengt á suðursval­ir. Svefn­her­berg­in eru tvö. Baðher­bergi er snyrti­legt og þar er tengi fyr­ir þvotta­vél en einnig er sam­eig­in­leg þvottaaðstaða í kjall­ara húss­ins. Sér geymsla er einnig í kjall­ara. 

Ásett verð: 65.900.000 kr.

Sjá á fast­eigna­vef: Lang­holts­veg­ur 174, Reykja­vík - mbl.is

Björt og falleg íbúða við Háaleitisbraut 44 á frábærum stað …
Björt og fal­leg íbúða við Háa­leit­is­braut 44 á frá­bær­um stað í Reykja­vík. Ljós­mynd/​Torg fast­eigna­sala

Háa­leit­is­braut 44

Fal­leg og mikið end­ur­nýjuð íbúð í fjöl­býli á frá­bær­um stað í Reykja­vík. Húsið er byggt 1963 en síðustu ár hef­ur það m.a. verið múr­viðgert, málað og skipt um glugga. Frá­rennslislagn­ir hafa verið end­ur­nýjaðar, skipt um hurðir í sam­eign og loftstokk­ar hreinsaðir. Íbúðin er skráð 78 fm og þar af er 5,2 fm geymsla í sam­eign. Hún er á þriðju hæð og er með nýju baðher­bergi, nýj­um hurðum, gól­f­efni og skipt­ist í for­stofu, aðal­rými, eld­hús, tvö her­bergi og baðher­bergi. Þvottaaðstaða er í sam­eign.

Ásett verð: 67.900.000 kr.

Sjá á fast­eigna­vef: Háa­leit­is­braut 44, Reykja­vík - mbl.is

Skyggnisbraut er í nýlegu hverfi í Úlfarsárdal með frábært útivistarsvæði …
Skyggn­is­braut er í ný­legu hverfi í Úlfarsár­dal með frá­bært úti­vist­ar­svæði allt um kring. Ljós­mynd/​Trausti fast­eigna­sala

Skyggn­is­braut 30

Íbúðin er á 1. hæð í fal­legu lyftu­húsi við Skyggn­is­braut í Úlfarsár­dal. Hún er 92,3 fm og geymsla er staðsett inn­an íbúðar. Stof­an er afar björt, með fal­legu út­sýni og út­gengt er á suðursval­ir úr stofu. Útgengt er af svöl­um út í garð. Par­ket er á gólf­um í for­stofu, al­rými og í her­bergj­um. Baðher­bergi er flísa­lagt með sturtu, hand­klæðaofni og góðri þvottaaðstöðu og skolvaski þar hjá. Úlfarsár­dal­ur er sér­lega skemmti­legt hverfi og í mik­illi upp­bygg­ingu. Þar er skóli og leik­skóli, frá­bær íþróttaaðstaða, sund­laug og bóka­safn.

Ásett verð: 69.900.000 kr.

Sjá á fast­eigna­vef: Skyggn­is­braut 30, Reykja­vík - mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda