Fanney og Teitur keyptu einbýlishús í Garðabæ

Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson keyptu einbýlishús í Garðabæ.
Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson keyptu einbýlishús í Garðabæ. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og markaðsfull­trúi Bi­oef­fect, og Teit­ur Páll Reyn­is­son bankamaður hafa fest kaup á fal­legu ein­býl­is­húsi í Garðabæ. Um er að ræða hús á einni hæð við Markar­flöt í Garðabæ. Húsið var aug­lýst til sölu í lok fe­brú­ar og stoppaði ekki lengi við á sölu. 

Hjón­un­um veit­ir víst ekki af stærra hús­næði því þau eiga von á þriðja barn­inu eins og kom fram á Smartlandi: 

Húsið er 195 fm að stærð og var reist 1967. Húsið sjálft er 165,2 fm og er bíl­skúr­inn 29,8 fm að stærð. 

Húsið er hannað í anda þess tíma sem það var byggt á. Þar er að finna ör­lítið hallandi þak, stóra glugga, panil­klædda veggi og eik­ar-inni­h­urðar sem voru vin­sæl­ar á þeim tíma sem húsið var reist. 

Fann­ey og Teit­ur keyptu húsið af Marsi­bil Ólafs­dótt­ur og greiddu fyr­ir það 157.500.000 kr. Kaup­in fóru fram 11. mars og fá þau húsið af­hent 1. apríl. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um til ham­ingju með húsið! 

Húsið er við Markarflöt í Garðabæ.
Húsið er við Markar­flöt í Garðabæ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda