Ástfangið par keypti 200 milljóna skrauthýsi

Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Samsett mynd

Við Markar­flöt 9 í Garðabæ er að finna ein­stak­lega huggu­legt 241,7 fm ein­býl­is­hús sem reist var 1969. Kjart­an Sveins­son teiknaði húsið og þykir vel hafa tek­ist til við hönn­un þess. Húsið er sann­kallað skraut­hýsi. Það stend­ur fyr­ir ofan götu og hef­ur að geyma fal­leg­ar inn­rétt­ing­ar, stóra glugga, sval­ir, garð og stór­an bíl­skúr. 

Húsið var aug­lýst til sölu í ág­úst í fyrra og er nú selt. Húsið var í eigu Reykja­nes In­vest­ment ehf. en kaup­end­ur húss­ins eru Anný Rós Guðmunds­dótt­ir öldrun­ar­lækn­ir og Guðlaug­ur Ingi Guðlaugs­son fast­eigna­sali hjá Eign­ar­miðlun. Þau greiddu 200.000.000 kr. fyr­ir húsið. Smart­land hef­ur áður fjallað um parið en þau hnutu um hvort annað í fyrra og eru yfir sig ást­fang­in. 

Húsið við Markarflöt er glæsilegt í alla staði.
Húsið við Markar­flöt er glæsi­legt í alla staði. Sam­sett mynd

Smart­land ósk­ar þeim hjart­an­lega til ham­ingju með húsið! 

Anný Rós Guðmundsdóttir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fóru ástfangin inn …
Anný Rós Guðmunds­dótt­ir og Guðlaug­ur Ingi Guðlaugs­son fóru ást­fang­in inn í nýtt ár. Ljós­mynd/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda