Árni Hauksson keypti skrautíbúð auðkonu

Árni Hauks­son fjár­fest­ir hef­ur fest kaup á skraut­í­búð við Bryggju­götu í Reykja­vík. Um er að ræða vandaða og heill­andi 202,5 fm íbúð á ann­arri hæð. Íbúðina keypti Árni af Björgu Berg­sveins­dótt­ur auðkonu og greiddi fyr­ir hana 360.000.000 kr. 

Smart­land fjallaði ít­ar­lega um íbúð Bjarg­ar þegar hún var aug­lýst til sölu og sagði lífs­stílsvef­ur­inn frá því að um eina dýr­ustu íbúð lands­ins væri að ræða. Í frétt­inni kom fram að Björg sé bú­sett í Banda­ríkj­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Eggerti Dag­bjarts­syni kaup­sýslu­manni. Hann var einn af þeim sem setti fjár­magn í Ed­it­on hót­elið í Reykja­vík og hef­ur hon­um farn­ast vel í pen­inga­heim­in­um. Hjón­in eiga fleiri íbúðir í miðbæ Reykja­vík­ur, þar á meðal í Skugga­hverf­inu þar sem hinir for­ríku vilja búa. 

Björg festi kaup á skraut­í­búðinni 9. mars 2022.  Ekk­ert var til sparað þegar íbúðin var inn­réttuð en þar er að finna hnotu­inn­rétt­ing­ar frá ít­alska hand­verks­hús­inu Gili Creati­ons. Í eld­hús­inu er kvarts­steinn á borðplöt­um og fal­leg eyja sem aðskil­ur eld­hús frá stofu. 

Smart­land fjallaði um heim­ili Bjarg­ar og Eggerts 2016: 

Það mun fara vel um Árna í íbúðinni en fyr­ir um ári síðan greindi Smart­land frá því að Árni hefði keypt 233 millj­óna lúxus­í­búð. Hvað verður um þá íbúð núna er ekki vitað en varpað verður ljósi á það um leið og upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir. 

Smart­land ósk­ar Árna til ham­ingju með íbúðina!  

Hér má sjá eldhúsið í nýju íbúðinni hans Árna. Stólarnir …
Hér má sjá eld­húsið í nýju íbúðinni hans Árna. Stól­arn­ir fylgdu að vísu ekki með í kaup­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda