Fékk bestu jólagjöfina árið 1960

Sigurður Már Helgason.
Sigurður Már Helgason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Már Helgason, maðurinn á bak við Fuzzy-kollinn sem flestir fagurkerar ættu að kannast við, er jólabarn og skreytir mikið í kringum sig fyrir jólin. Eftirminnilegustu jólin hans eru jólin árið 1960 því þá var sonur hans, Flosi Sigurðsson, nýkominn í heiminn. 

Hver er þín uppáhaldsjólahefð?

„Að hlusta á jólamessu í útvarpi, sjónvarpi eða í kirkju. Ég fann hvað þetta er stór þáttur í jólunum þegar þetta vantaði í eitt skipti, þá var ég erlendis.“

Hvað er í matinn á þínu heimili á aðfangadag?

„Hamborgarhryggur og ananasfrómas.“

Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Ég eignaðist son 10. desember árið 1960.“

Eftirminnilegustu jólin:

„Það voru jólin 1960 þegar við vorum orðin þrjú.“

Skreytir þú mikið fyrir jólin?

„Já, ég hef alltaf skreyt mikið inni og úti og þá segir elsku frúin: „Er þetta ekki orðið nóg?“.“

Er eitthvert jólaskraut sem þú átt í sérstöku uppáhaldi? „Það eru hlutir sem börnin hafa gert og það sem við höfum gert saman. Svo er það einn hlutur frá tengdafólki mínu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda