Henti tugum þúsunda í ruslið

Ebba Sig fagnar komu jólanna með jólauppistandi.
Ebba Sig fagnar komu jólanna með jólauppistandi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Leik­kon­an Þuríður Elín Sig­urðardótt­ir eða Ebba Sig eins og hún er kölluð segist ekki vera mikið jólabarn en ætlar þrátt fyrir það að skella í einn jólaviðburð eins og margir listamenn gera fyrir jólin. „Ég ætla að henda mér í síðkjól og í mitt fínasta púss og mun ræða aðeins um jólin líka,“ segir Ebba um jóla(uppi)stund sína á neðri hæðinni á Hard Rock næsta laugardagskvöld.

Ebba á einstaklega auðvelt með að sjá fyndnu hliðina á ótrúlegum atvikum sem hún hefur lent í og auðvitað á hún eina góða sögu frá jólunum.

„Ég og systir mín fáum alltaf pening frá pabba, afa og ömmu og einni frænku um jólin, það klikkar ekki. Svo var ég búin að vera að tína ruslið saman og fór og henti því í ruslageymsluna. Þegar við systurnar vorum að fara telja peninginn fundum við ekki seðlana og ég harðneitaði að ég hefði mögulega hent umslögunum,“ segir Ebba Sig um aðfangadagskvöldið sem hún eyddi úti í ruslageymslu.

„En ég gafst upp á endanum og frænka mín sem er með okkur á jólunum fór með mig í ruslageymsluna og þá hófst leitin. Ég eyddi sem sagt aðfangadagskvöldi eftir mat og pakka í fína dressinu mínu að gramsa í ruslatunnum. Ég fann loksins umslögin og þurfti að taka á mig sökina, að ég hefði vissulega hent þarna einhverjum tugum þúsunda í ruslið. Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“

Ebba nýtir eigin reynslu þegar kemur að því að semja efni en hún hefur hingað til komið fram mánaðarlega á Kaffi Laugalæk. „Þetta uppistand er mjög mikið byggt á mínum veruleika. Hvort sem það er að vera einhleyp á Íslandi, kvíðinn minn, en einnig ætla ég að ræða um ýmislegt sem er í gangi í samfélaginu,“ segir Ebba um uppistandið en hún ætlar meðal annars að flytja nýtt efni á uppistandinu auk brota af því besta frá uppistandskvöldum sínum á Kaffi Laugalæk.

Ebba Sig.
Ebba Sig. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda