Forsetafrú Bandaríkjanna, Dr. Jill Biden, sýndi jólaskreytingarnar í Hvíta húsinu á mánudaginn. Mikill spenningur ríkir gjarnan fyrir skreytingum í bústað forseta Bandaríkjanna og fór frú Biden alla leið í ár.
Þemað í skeytingunum í ár voru töfrar og gleði. Sóttur var innblástur til barna og hvernig þau upplifa hátíðarhöldin. Sleði jólasveinsins og hreindýrin sem fljúga með hann eru meðal þess sem finna má í Hvíta húsinu í ár. Einnig er að finna jólalest, nammiland, Hvíta húsið sem piparkökuhús og póstkassa jólasveinsins.
Öllu var tjaldað til og voru 98 jólatré notuð í skreytingarnar í ár. Næstum því 34 þúsund jólakúlur og jólaskraut voru notuð í skreytingarnar. Alls voru notaðir 72 glæsilegir jólakransar og 142 þúsund jólaljós lýsa upp húsið. Borðar eru nauðsynlegir um jólin og fóru um fjórir og hálfur kílómeter af borðum í skreytingarnar.
Í fyrra voru skreytingarnar lágstemmdari. Forveri frú Biden, Melania Trump, átti það til að taka áhættur þegar kom að jólaskrauti.