Duna hristi upp í landsmönnum

Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir eru höfundar bókarinnar Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu og segja frá því að verk Guðnýjar Halldórsdóttur, sem yfirleitt var kölluð Duna, hafi valdið fjaðrafoki.

Guðný er ein afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar og eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi og Karlakórinn Hekla en einnig dramatískar myndir á borð við Ungfrúna góðu og Húsið og Veðramót, auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta.

Sögukonan Duna hefur orðið í þessari bók. Hér segir frá geðstirðum þýskum kvikmynda-leikstjóra í of lítilli sundskýlu og femínískum tilraunum með kvikmyndamiðilinn á Langjökli. Metnaðarfullar vinkonur stofna Kvikmyndafélagið Umba, ráðningarsamningur er undir-ritaður aftan á leikaramynd af Brigitte Bardot og sænskur tökumaður ráfar um Flatey á Breiðafirði í leit að hverfispöbbnum. Hápólitísk áramótaskaup hrista rækilega upp í samfélagi sem er tregt til að horfast í augu við óþægilegan sannleika – en getur ekki annað en hlegið.

„Ég gæti nefnt þessa mynd af Eddu Björgvinsdóttur í hlutverki Vigdísar Finnbogadóttur í áramótaskaupinu 1994. Þetta var atriði sem þar sem Vigdís Finnbogadóttir var að panta fjórar heimsendar pítsur með einhverju alþjóðlegu ofanáleggi, helst frönsku. Það er til marks um breyttan tíðaranda að þetta vakti töluvert fjaðrafok í fjölmiðlum og þótti þetta ógeðfelld aðför að forsetanum og forsetaembættinu,“ segir Kristín Svava. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda