Ef það er eitthvað sem erfitt er að standast þá er það alvöru heimatilbúinn ís. Ef þú átt góða hrærivél tekur innan við hálftíma að útbúa ísinn en svo þarf hann að fá að vera í frysti í minnst 12 tíma áður en hann er borinn á borð. Það er því ekki úr vegi að útbúa hann um helgina.
1/2 lítri
6 eggjarauður
6 msk. púðursykur
1 tsk. vanilludropar
Toblerone eða annað gott súkkulaði eftir smekk
1 tsk. Neskaffiduft
Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þá eru eggjarauðurnar og púðursykurinn þeytt vel saman og súkkulaðinu og kaffiduftinu bætt út í. Þá er rjómanum blandað varlega saman.
Þá er ísinn tilbúinn og best er að setja hann í box með loki.