Heimsins besti kjúklingur

Himneskur kjúklingur.
Himneskur kjúklingur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum,“ segir Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn & salt. 

Heimsins besti kjúklingur

4 kjúklingabringur
1/2 bolli (115ml) dijon sinnep
1/4 bolli hlynsýróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
rósmarín, ferskt eða þurrkað

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 220°c.
  2. Blandið saman sinnepi, sýrópi og ediki.
  3. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið blöndunni yfir hann.
  4. Saltið og piprið.
  5. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  6. Stráið yfir söxuðu rósmaríni.
  7. Gott að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum og góðu salati.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert