Chili Mojito

Barþjónarnir á Vegamótum blanda sérstaklega góðan chili-Mojito. Drykkurinn er sérstaklega svalandi í veðurblíðunni enda rífur hann í.

Chili-Mojito

3 cl Bacardi-romm

6 myntulauf

3 límónusneiðar

¼ chili sirka

3 cl chili-síróp

sódavatn

Aðferð:

Límóna, mynta, chili og sykur sett í glas og maukað saman. Síðan er romminu bætt út í og hellt yfir í glas. Glasið er fyllt upp í topp með muldum ís og síðan er það fyllt með ¾ af með sódavatni. Síðan er allt hrært saman og toppað með muldum ís. Í blálokin er drykkurinn skreyttur með chili og myntu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert