Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt bakaði girnilegar bollakökur á dögunum sem líta ekkert smá vel út. Þetta ættir þú að prófa að baka með sunnudagskaffinu.
200 g smjör, við stofuhita
3 dl sykur
4 egg við stofuhita
7 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
500 ml rjómi
2 tsk. vanilludropar
Aðferð:
- Blandið saman smjöri og sykri þar til blandan er orðin létt og ljós. Þetta tekur um 5 mínútur.
- Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið áfram í nokkrar mínútur.
- Látið hveiti og lyftiduft saman í skál og sigtið þrisvar sinnum.
- Látið síðan hveitið, rjómann og vanilludropana í eggjablönduna og blandið saman með sleif.
- Látið kökurnar í muffinsform 1 kúfuð msk. í hvert form.
- Bakið í 200°c heitum ofni í um 20-25 mínútur.
- Leyfið þeim að kólna lítillega áður en þið látið kremið á.
Sykurpúðakrem
3 eggjahvítur
1/2 tsk. sítrónusafi
340 g sykur
65 ml vatn
2 tsk. vanilludropar
- Látið eggjahvítur og sítrónusafa í tandurhreina og þurra hrærivélaskál og geymið (ekki byrja að hræra strax).
- Látið sykurinn, vatn og vanilludropa á pönnu og hrærið saman. Hitið síðan blönduna þar til hún hefur náð 120°c (notið kjöthitamæli). Þegar því er náð byrjið að hræra eggjahvíturnar á hæsta styrk. Þegar þær eru byrjaðar að freyða hellið þá fljótandi sykrinum smátt og smátt út í. Athugið að það er fátt verra en að fá heitan sykur á sig, farið varlega, látið heimilismenn halda sér frá og passið að börn séu hvergi nálægt. Hrærið í 5 mínútur.
- Nú ætti blandan að vera orðin stíf og þykk. Sprautið á bollakökurnar.
Bollakökur.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir