Súrsætur kjúklingaréttur

Súrsætur kjúklingur að hætti Berglindar Guðmundsdóttur.
Súrsætur kjúklingur að hætti Berglindar Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt eldaði á dögunum súrsætan kjúklingarétt sem sló algerlega í gegn. 


3 kjúklingabringur
salt og pipar
ca. 180-200 g hveiti
3 egg, léttþeytt
60 ml olía
130 g sykur
4 msk tómatsósa
60 ml hvítvínsedik
60 ml eplaedik
1 msk soyasósa
1 tsk hvítlaukssalt

  1. Skerið kjúklingabringur í litla bita og kryddið með salti og pipar.
  2. Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr hveitinu þar til það hylur bitana alveg og eftir það í eggin.
  3. Steikið kjúklingabitana upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þeir hafa brúnast örlítið. Látið í ofnfast mót.
  4. Blandið sykri, tómatsósu, eplaediki, hvítvínsediki, soyasósu og hvítlauksdufti saman í skál. Hellið yfir kjúklinginn og eldið í eina klukkustund við 175°c. Hrærið reglulega í kjúklingnum á 15 mínútna fresti og veltið upp úr sósunni.
  5. Berið fram með hrísgrjónum, jafnvel vorlauk og sesamfræjum.
Súrsætur kjúklingaréttur.
Súrsætur kjúklingaréttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert