„Eðlan“ tekin á næsta stig

Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig.
Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig. www.raininghotcoupons.com

Ostadýfurétturinn sem unga kynslóðin kýs að kalla „eðlu“ hefur náð auknum vinsældum á undanförnum misserum eftir tilkomu facebookhópanna Beautytips og Sjomlatips. Þeir sem kunna vel að meta þennan rétt, sem í heyrist „tsssss“ þegar hann er tekinn út úr ofninum, ættu kannski að prófa að taka hann á næsta stig.

Á heimasíðu Buzzfeed má finna samantekt af nokkrum girnilegum ostadýfuréttum. Hérna kemur einn af listanum, þessi er fyrir sannkallaða sælkera.

Hráefni:

  • 200 g nautahakk
  • 8 beikonsneiðar
  • ½ laukur, skorinn smátt
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
  • 100 g rjómaostur
  • 1 matskeið Worcestershire-sósa
  • 2 matskeiðar tómatsósa
  • ½ bolli sýrður rjómi
  • ¼ bolli majónes
  • ½ bolli rifinn mozzarella-ostur
  • ½ bolli rifinn cheddar-ostur

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 180°C.
  2. Eldaðu nautahakkið.
  3. Steiktu beikonið þar til stökkt.
  4. Svissaðu lauk og hvítlauk á pönnu.
  5. Blandaðu rjómaosti, sýrðum rjóma, majonesi, osti, Worcestershire-sósu og tómatsósu saman í stóra skál og hrærðu. Bætti nautahakki, beikoni, lauk og hvítlauk saman við og hrærðu vel.
  6. Helltu blöndunni í eldfast mót og bakaðu í 15-20 mínútur. Þá er bara að grípa í snakkpokann og njóta. Gerist ekki mikið sveittara en þetta.

Uppskriftin kemur upprunalega af heimasíðunni RainingHotCoupon.

Svona flögur bragðast vel með „eðlu“.
Svona flögur bragðast vel með „eðlu“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert