Myntu- og súkkulaðiþeytingur sem slær á sykurlöngun

Gómsætur myntu- og súkkulaðiþeytingur sem slær á sykurlöngun.
Gómsætur myntu- og súkkulaðiþeytingur sem slær á sykurlöngun. Ljósmynd/ Tinna Björt

„Þú getur sko sannarlega „freistað þín” með þessum myntu- og súkkulaðiþeyting með góðri samvisku því hann er sannarlega sykurlaus og algjör draumur,“ skrifar Júlía Magnús­dótt­ir heil­su­markþjálfi á Lifðu til fulls.

Hráefni
Fyrir tvo

  • 3 grænkálsblöð
  • 1 avókadó
  • handfylli af ferskri myntu
  • 2 tsk. chia fræ
  • 2 msk. kakónibbur
  • 4 döðlur eða 6 dropar stevia
  • 100 g möndlur eða möndlumjólk
  • 1 msk. lífrænt kakó (val)
  • vanilludropi(val)                              
  • 3 bollar vatn*
  • klakar (val)      

Aðferð:                                                         

  1. Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og njótið vel.

Uppskriftin er úr ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun Lifðu Til Fulls. Áskorunin er hafin og allir geta skráð sig á heimasíðu Lifðu til fulls.

„Syk­ur­laus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn“

Júlía að útbúa myntu- og súkkulaðiþeytinginn.
Júlía að útbúa myntu- og súkkulaðiþeytinginn. Ljósmynd/ Tinna Björt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert