Kasjúsósan sem Solla er sjúk í

Solla mælir með þessari sósu!
Solla mælir með þessari sósu! Skjáskot af glokorn.is

„Þessi sósa er góð á næstum því allt! Ég hef gert ótal útgáfur af henni en þessi grunnur er góður og næringarríkur og svo er hægt að bæta við öðrum kryddum, reyktri papriku, chillipaste-i og fleiru sem ykkur dettur í hug,“ segir Solla í færslu sem birtist á vefnum Glókorn. Svona hljóðar uppskriftin að sósunni:

Hráefni:

1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst
vatn (það á að rétt fljóta yfir hneturnar)
1 msk næringarger (má sleppa ef ekki til)
1 msk sítrónusafi
1 daðla (má sleppa)
1 tsk laukduft
½ tsk Himalaya salt
½ hvítlauksrif

Aðferð:

Allt sett í blandara og blandað þar til kekklaust. Geymist í kæli í 5-7 daga. „Ef þið eigið ekki næringarger eða það fæst ekki er hægt að auka aðeins laukduftið í staðinn,“ segir Solla.

Solla er snillingur í eldhúsinu.
Solla er snillingur í eldhúsinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert