„Og þessi uppskrift er einföld. Myntusósa er ljúffeng sósa sem bróðir minn kenndi mér að búa til. Hún er einstaklega fersk og lífleg á bragðið og passar vel með öllum mat – sérstaklega lambakjöti. Hún kitlar bragðlaukana en léttir þó um leið á hitanum. Finnist manni grænum chili í þessari sósu ofaukið er um að gera að sleppa honum, sósan ber ekki skaða af,“ skrifar ástríðukokkurinn Ragnar Freyr Ingvarsson meðal annars í sinn nýjasta pistil. Meðfylgjandi er uppskrift að kótelettum með myntusósunni góðu.
Fyrir sex
- sex þykkar Barnsley-kótelettur
- 3-4 msk. góð jómfrúarolía
- salt og pipar
Myntusósa
- 2 plöntur fersk mynta
- 1 planta ferskt kóríander
- handfylli steinselja
- 2 stk. grænn chilipipar
- 1 grænt epli
- 2 hvítlauksrif
- 2 tsk. hlynsíróp
- 1 msk. jógúrt
- 2 msk. jómfrúarolía
- ¼ tsk. worcestershire-sósa (Lea & Perrins)
- ½ msk. indverskt nudd (nota má garam masala í staðinn)
- salt og pipar
Aðferð:
- Penslið kóteletturnar með jómfrúarolíu og saltið og piprið eftir smekk.
- Það lekur auðvitað fita af lambinu. Gætið þess að kveikja ekki í. Ein til tvær mínútur á hvorri hlið dugar þegar hitinn er mikill.
- Setjið myntu, kóríander og steinselju í matvinnsluvél, ásamt grænum chili (kjarnhreinsuðum), hvítlauk og gróft hökkuðu epli (einnig kjarnhreinsuðu). Brytjið vandlega í vélinni. Blandið hlynsírópi, jógúrt og olíu saman við. Smakkið sósuna til með worcestershire-sósu, indversku nuddi og salti og pipar.
- Svo er bara að skreyta með smátt skorinni myntu og steinselju.
Pistil Ragnars má lesa í heild sinni hérna.
Ragnar mælir með þessu víni með kótelettunum. Þetta er Coto de Imaz Rijoa Gran Reserva frá 2008.