c

Pistlar:

7. mars 2013 kl. 10:30

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

6 ástæður fyrir því að aukakílóin haggast ekki.

lose-weight-unhealthy.jpgEf þér finnst tilraunir þínar til að minnka mittismálið ekki vera að virka sem skyldi þrátt fyrir töluverðar breytingar á mataræðinu og svita og púl í ræktinni er e.t.v. kominn tími til að finna út hvað veldur.

Hér eru sex atriði sem vert er að gefa gaum að.

Ofmetnar brennslu hitaeiningar.
Kannastu við það að finnast þú eiga fullkomlega skilið að gæða þér á uppáhalds namminu þínu eftir að hafa hressilega tekið á því á æfingu?  Það gæti einmitt verið ástæðan fyrir því að þú sérð ekki árangur af öllum krefjandi æfingunum þínum.  Sem dæmi eru u.þ.b. 700 he í stóru Snickers og dós af Kók.  Algengt er að meðal manneskja eyði um 300-400 he. á á klukkustundar æfingu.  Mögulega ofáætlar þú þær hitaeiningar sem þú "átt inni" eftir æfingar.

2. Drykkir hafa sitt að segja.
Hefurðu minnkað sykurneyslu og matarskammtana en ekkert þokast vigtin niður á við?  Gæti verið að þú hafir gleymt að reikna með öllu sem þú innbyrðir í fljótandi formi?  Ávaxtasafar, mjólk, gosdrykkir, boost drykkir, vín, bjór, sumir kaffidrykkir o.fl. innihalda fjölda hitaeininga.  Nokkur glös af hinum ýmsu drykkjum geta orðið að þúsundum kaloría ef ekki er að gáð. Gott er að miða við að drekka 80% vatn og 20% aðra drykki.

3. Of stórir skammtar.
E.t.v. hefur þú tekið þig verulega á varðandi sykurát og hætt að borða margar fæðutegundir sem þú telur að eigi sök á því að aukakílóin haggast ekki.  En hefurðu kannski gleymt að spá í stærð skammtanna?   Þó að maturinn sem þú borðar sé hollur  getur verið að þú sért að borða of mikið magn og því gangi illa að losna við aukakílóin.  Stærð matarskammta er lykilþáttur í þyngdarstjórn.

Of litlir skammtar4. Borðar of lítið.
Allir vita að mittismálið eykst ef maður borðar of mikið en ekki allir eru meðvitaðir um að ef maður borðar of lítið hægir líkaminn á brennslunni og harðneitar að gefa eftir nokkuð af aukakílóunum.  Líkaminn er með náttúrulegt varnarkerfi gagnvart svelti og reynir eftir fremsta megni að halda í hitaeiningarnar ef hann fær skyndilega mun færri en venjulega.

5. Jó jó takturinn.
Ef þú ert í hópi þeirra sem sveiflast á milli þess að svelta þig og að troða þig út af mat ertu að fara afar illa með efnaskiptakerfi líkamans og ýta hreinlega undir fitusöfnun.  Þegar þú borðar of lítið hægist á brennslunni sem veldur því að þegar þú svo gefst upp á sveltinu og byrjar að borða stærri skammta af mat muntu fitna hratt á ný. Slíkar endurteknar sveiflur enda bara á einn veg, þér í óhag.

6. Einhæfar æfingar.
Ef þú gerir alltaf sömu æfingarnar, í sömu röð og í jafn langan tíma í senn muntu fljótt staðna.  Látum vera hve leiðinlegt það er að stunda einhæfa þjálfun sem eykur til muna líkur á að þú gefist upp og hættir, en það sem verra er hve slæm áhrif það hefur á árangurinn.  Um leið og líkaminn hefur lært nýjar æfingar og verður smám saman hæfari til að stunda þær reynast þær auðveldari og þá fer að sama skapi minni orka í iðkun þeirra.

Ef þig langar að verða stæltari, sterkari og flottari gæti Bikini áskorun eða Léttara líf hentað þér.