c

Pistlar:

4. ágúst 2020 kl. 20:10

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Viltu komast aftur í gírinn?

Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að taka vel á því í ræktinni í sumar en gerðir það ekki og ert algjörlega dottin/n úr æfingagírnum þá eru hér fjögur einföld ráð sem hjálpa þér að komast aftur í gírinn.
 
1. Settu þér markmið
Þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Það skiptir ótrúlega miklu máli að setja sér mælanleg markmið sem stefnt er að ná með markvissum hætti. Einnig er gott að búta markmiðin niður í smærri sigra og verðlauna sig fyrir hvert skref að stóra markmiðinu, þannig verður leiðin að því viðráðanlegri og skemmtilegri.

2. Finndu æfingafélaga
Sumir eru mjög sjálfstæðir og agaðir þegar kemur að þjálfun og þurfa enga auka hvatningu á meðan aðrir hafa sig varla af stað en þá getur góður æfingafélagi skipt sköpum. Æfingafélaginn getur verið góður hópur, einkaþjálfari, vinur/vinkona, fjölskyldumeðlimur eða fjarþjálfari eins og ég en það getur gert gæfumuninn að finna sinn æfingafélaga til þess að halda sér við efnið.

3. Finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtilegt að stunda
Það er miklu auðveldara að halda sér í góðum æfingagír með því að stunda hreyfingu sem manni þykir skemmtileg og því nauðsynlegt að finna hvað hentar sér best og hvað maður hefur gaman af.

4. Haltu þér við efnið
Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega í langan tíma þá er nauðsynlegt að fara rólega af stað og halda þér við efnið. Margt smátt gerir eitt stórt, æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið
 
Ef þig vantar aðstoð við að komast í æfingagírinn komdu þá til mín í súperþjálfun í 21 dag sem hefst 10.ágúst. Allar nánari upplýsingar á annaeiriks@annaeiriks.is en einnig er hægt að skrá sig með því að smella HÉR
Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira