Byrjaðu á því að setja þér markmið og gera plan yfir það hvað þú ætlar þér að hreyfa þig oft á viku.
Finndu þér gott æfingaplan til að fylgja eftir heima svo þjálfunin sé markviss og haldi þér við efnið (fullt af frábærum æfingaplönum á síðunni minni annaeiriks.is).
Komdu þér upp smá æfingaaðstöðu heima, þarf ekki að vera meira en æfingadýna, eitt par af handlóðum og jafnvel nuddrúlla.
Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.
Haltu þér við efnið - æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið og mundu að góðir hlutir gerast hægt!
Ef þig vantar hvatningu og markvisst æfingaplan til að vinna eftir heima, vertu þá með í Stjörnuþjálfun hjá Önnu Eiríks sem hefst 7.september. Skráning á annaeiriks@annaeiriks.is
Anna Eiríksdóttir
Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl.
Meira