Þá er sumarið komið, við búnir með meirihlutann af íbúðinni og getum við loksins farið að sýna ykkur öll rýmin. Eftir Covid og allt sem hefur gengið á að þá hafði það líka áhrif á okkur þó að við hefðum meiri tíma í að vinna í íbúðinni. Seinkanir á húsgögnum, lokanir í verslunum og önnur töf vegna þess sem hefur gengið á undanfarna mánuði olli því að við gátum ekki klárað alla hluti eins og við vildum og á þeim tíma sem við vildum.
Við náðum sem betur fer að klára svefnherbergið fyrst, enda fluttir inn og lá mest á því til þess að geta sofið aðeins á milli þess sem við eyddum tíma í framkvæmdum og í vinnu.
Við vorum mjög ánægðir að hafa gert mood-board og smá undirbúningsvinnu áður en við fórum í svefnherbergið. Við ákváðum liti, þema og grunnpælingar að húsgögnum og fórum svo á stúfana í leit að hinum fullkomnu húsgögnum og málningu.
Herbergið var allt hvítmálað, upprunalegir loftlistar, hvítlakkaður gluggi og hurð. Við byrjuðum á því að fara í Sérefni sem er málningarvöruverslun og við ræddum þar við starfsfólkið og sögðum þeim frá hugmyndunum okkar og fórum yfir þær pælingar sem við vorum með. Tókum svo þá ákvörðun að kalkmála alla veggi með lit sem var búinn til fyrir okkur og eftir miklar pælingar og samræður um litina sem við vorum að spá í þá ákváðum við að fara í samstarf við Sérefni, búa til okkar eigin litapallettu sem er fáanleg hjá þeim. Við fengum innblástur úr litum mismunandi kaffidrykkja sem eru í uppáhaldi hjá okkur. Má þar nefna Mocca, Latté og Cortado. Litapallettan er fáanleg hjá þeim undir nafni bloggsins Appreciate The Details, við mælum með því að þið kíkið á litina, en meira um það síðar.
Kalkmálning er mjög skemmtilegt og lifandi efni, við byrjuðum á því að grunna herbergið og svo máluðum við tvær umferðir af kalkmálningunni, en við vildum fá mikla hreyfingu í veggina og mest megnis upp og niður og til hægri og vinstri til þess að fá þessa skemmtilegu áferð sem gerir veggina svo lifandi og grófari heldur en á venjulegri málningu.
Við þurftum að búa til auka vegg á hluta af veggnum sem rúmið kemur upp að vegna þess að við þurftum að færa lagnir og þær fara núna í gegnum þennan vegg í hljóðeinangruðum rörum og liggja inn í nýja eldhúsið sem við getum sýnt ykkur bráðum.
Flestir veggir í íbúðinni eru með margra ára gömlu veggfóðri, sumstaðar máluðum við yfir veggfóðrið en inn í svefnherbergi þurftum við að taka það niður og það var mikil og leiðinleg handavinna en alveg þess virði.
Þá að húsgögnum og smáhlutum. Eins og við nefndum áður þá vorum að vinna með kaffi liti í hlýjum tónum, einnig vildum við að önnur húsgögn og smáhlutir myndu tóna við þá liti sem við höfðum valið sem grunn fyrir herbergið. Ef það er eitthvað sem við höfum lært báðir í okkar vinnu er grunnurinn er mikilvægur til þess að vinna út frá svo er alltaf hægt að bæta við og breyta út frá grunninum, sem er í þessu tilviki málningin, listarnir og rósettan sem við versluðum hjá Sérefni.
Þegar kom að því að versla húsgögn þá skoðuðum við í margar verslanir og mikið fallegt hægt að kaupa á mörgum stöðum. Við vildum helst versla sem mest á sama staðnum fyrir alla íbúðina og okkur fannst Tekk-Habitat hafa í rauninni mest allt sem við leituðum að. Mikið fallegt til fyrir öll rýmin í íbúðinni. Eins og fyrr nefnt þá byrjuðum við nánast upp á nýtt og var allt keypt nýtt inn í svefnherbergið fyrir utan rúmið frá Dorma sem við áttum fyrir og ákváðum að bíða með það að fjárfesta í nýju rúmi.
Okkur langaði að hafa plöntur í herberginu og fannst okkur því mikilvægt að finna fallega blómapotta sem væru í litunum sem við erum og höfum verið að vinna með. Við fengum blómapottana í Tekk- Habitat þeir eru alveg í stílnum sem við erum með - rustic og svo fannst okkur hangandi blómapotturinn setja punktinn yfir i-ið í herberginu.
Vegghilla: Tekk-Habitat / Kristall: Nomad Laugavegi
Ljósmynd: Kári Sverriss
Þá að hirslum, okkur vantaði grunnar og ljósar kommóður sem myndu passa inn í rýmið. Við vorum svo heppnir að kíkja í bækling hjá Tekk Company hjá fyrirtæki sem heitir ByBoo og sáum þessar á myndinni og þau hjá Tekk - Habitat voru svo næs að panta fyrir okkur 2stk af kommóðunum, 3 vikum seinna voru þær mættar inn í herbergi hjá okkur og pössuðu svona vel inn. Aftur að kaffi, við erum með eina bestu uppfinningu sem hefur verið búin til. Kaffivélin á kommóðunni er úr versluninni Nomad á Laugavegi. Vélin er vekjaraklukka og kaffivél, við stillum hana á hverju kvöldi og vöknum upp við yndislegan kaffi ilm á hverjum morgni.
Þá að þessum bekk, hann er handgerður af strákunum hjá Arctic Plank. Hann er unnin úr við úr gömlum 100 tonna eikar bát. Við fengum þá til þess að hanna bekki inn í íbúðina hjá okkur og einnig eldhúsborðið og annað inn í eldhús sem við segjum ykkur frá og sýnum ykkur betur fljótlega. Við erum mjög ánægðir með bekkinn og hann passar í rauninni hvar sem er inn í íbúðina. Gaman að endurnýta.
Við leituðum lengi að rúmgafli en fundum engan sem við vorum nógu hrifnir af, en fundum svo fallegar veggþiljur í Sérefni og ákváðum að búa til rúmgafl úr þiljunum. Panelarnir eða veggþiljurnar koma frá fyrirtæki sem heitir Orac Decor. Þeir framleiða líka listana og rósetturnar og við féllum fyrir vörunum þeirra. Það var mjög einfalt að setja veggþiljurnar á vegginn, við máluðum þær fyrst og límdum svo beint á vegginn. Við ákváðum að líma þær á allan vegginn þeim megin sem rúmið liggur upp við til þess að gefa meira heildarlúkk inn í herbergið, okkur finnst það stækka rýmið og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Þær eru líka með 30% hljóðeinangrun.
Fyrir þá sem eru með blæti fyrir púðum, teppum og fallegum rúmfötum þá fórum við á nokkra staði, Dimm, Habitat, Geysi og Seimei. Mikið úrval til og erfitt að velja úr, en okkur finnst það stór partur af því að búa sér til fallegt svefnherbergi að eiga falleg rúmföt, teppi og kodda.
Mangó finnst gott að sofna í rúminu okkar.
Loftljós: Tekk-Habitat / Rósetta: Sérefni
Lampi og spegill: Tekk-Habitat
Þá er þetta komið í bili, við ætlum að fá okkur eins og einn Moody Mocca og byrja að hugsa um næsta blog. Þangað til fylgdu okkur og finndu á Instagram: https://www.instagram.com/appreciate_thedetails