c

Pistlar:

4. febrúar 2014 kl. 11:31

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Hvað vantar í líf þitt?

Ég hitti oft fólk sem er svo þreytt að það getur varla hugsað sér að mæta í vinnuna daginn eftir eða þann dag eða nokkra daga, en fer samt. Hugsunin um að fara í ræktina eða hitta vini sína verður algjörlega yfirþyrmandi, örmagna þegar stungið er upp á einhverju sem þarf smá fyrirhöfn. Eins og að fara á listasafn, syngja eða dansa. Oft verða slíkir einstaklingar mjög reiðir yfir lífinu, eða bara í búðinni eða yfir ríkisstjórninni. Sérstaklega finnst þeim fólk sem hugsar um sínar eigin þarfir óþolandi. Stundum finnst þeim að heimurinn sé á þeirra herðum og allir aðrir skilji það ekki. Þessar tilfinningar eru einkenni á kulnum í starfi.

Ég spyr oft fólk sem er komið svona nálægt kulnun í starfi: Hvað vantar í líf þitt? Ef að líkamlega einkenni hafa komið fram: Hvað er líkami þinn að segja þér? Hvað vantar líkama þinn til að þú getur heilað eða grætt hann?

Svörin eru fjölbreytt en oftast er kemur fram þessi mikla ábyrgðakennd og skyldurækni. "Ég get ekki tekikð frí!!", "ég get ekki hætt að ferðast svona mikið". "Ég get ekki farið í nudd eða líkamsrækt eða tekið tíma til að mála". Stundum eru svörin afdrifaríkari: "Ég verð að hætta í vinnunni minni, eða skipta um verkefni", "Ég er ekki á réttri hillu". Jafnvel: "ég verð að sleppa takinu á því að sjá um mömmu, pabba eða vera alltaf með börnin." Eða þá "peningamálin eru í skralli, ég verð að vinna svona mikið."

Reglulega verðum við að finna hvað það er sem vantar í líf okkar og hlusta á hina innri rödd sem við höfum öll aðgang að. Við lendum öll á óæðri endanum í lífinu af og til og verðum að standa upp og horfa í spegilinn og segja við okkur sjálf: "Ég finn að það er eitthvað sem vantar í líf mitt, hvað er það?"

Hlusta á svarið og byrja, hvert ferðalag hefst á einu skrefi...