3. apríl 2019 kl. 11:44
Ég fékk hana Ingibjörgu Egilsdóttur til að vera módel fyrir mig fyrir þetta magnaða járn, hún glæsileg, með mikið og flott hár, og var því mjög gaman að vinna með henni.
Það sem ég vill leggja áherslu á enn eina ferðina er grunnurinn svo liðir haldist út kvöldið eða lengur.
Þó góð efni og hitatæki séu notuð til að blása eða vinna hárið þá er gríðarlega mikilvægt að vera með rétt sjampó og næringu. Með réttu vali á því er hægt að fá meiri kraft, glans, mýkt, minnka „frizz“ eða hvað það allt er sem þarf að leggja áherslu á. Ég ákvað að nota í hana lúxus frá Label.m, Therapy Rejuvinating sjampó og næringu sem er stútfullt af próteinum og andoxunarefnum sem gefa hárinu mikinn styrk. Nýtið ykkur þekkingu ykkar hár meistara og fáið ráðgjöf á því sem hentar þínu hári.
- Þó maður vilji stundum ekki of mikið „púff“ í rótina er allveg gríðarlega mikilvægt að fá svolitla lyftingu og þá skiptir efnið miklu máli. Ég setti Volume Mousse frá label.m í rótina en hún er svokölluð, þurrfroða, sem þýðir að rótin verður örlítið stamari en með mörgu öðru, hárið fitnar síður og lyftingin helst lengur og auðveldara að stjórna henni. Þessu efni spreyja ég í rótina og u.þ.b. 10 cm inn á hárið en það fer alveg eftir hvað hver og ein fílar og vill mikla lyftingu.
- Næst er það hitavörn, það er ekki hægt að tala nógu oft um það hversu mikilvæg hitavörn er. Fyrir utan það að hún ver hárið, þá róar hún hárflögurnar þannig að þær láta betur að stjórn. Það er oft talað um að í blástursefnum alveg eins og ég nota í mitt módel að það sé hitavörn í þeim. Það er rétt en sú vörn er hugsuð sem vörn þegar hárið er blásið með blásara. Blásara hiti í góðum hárblásurum er oftast á bilinu 150-190 gráður en í dag eru tæki eins og sléttujárn, keilur og önnur góð hitatæki að hitna upp í 210-230 gráður. Að eiga þetta eina auka efni sem maður heldur oft að maður þurfi ekki að eiga getur bara skipt ansi miklu máli þegar allt kemur til alls.
- Nú er það mitt uppáhalds efni fyrir allan blástur en það heitir, Blow out spray. Það má segja að það blási út hárið og geri meira úr því, þó það geri það þá hentar það í nánast allt hár sem á að blása með bursta eða nota hitajárn því hárið einfaldlega hlýðir betur. Margir hafa heyrt mig kalla þetta undraefni „hlýðnisprey“. Ef þú hefur ekki prófað, máttu treysta þessu.
- Nú er blásturinn kominn og grunnurin orðinn fullkominn, það eina sem er eftir þar fyrir þær sem vilja er að setja örlitla olíu í endana til að mýkja þá aðeins en bara lítið, of mikið af olíu getur líka þyngt hárið. Það trix sem ég ráðlegg að gera alltaf þegar kemur að olíum í hár er að setja það magn sem þú telur vera rétt í lófann eins og vanalega en að nudda henni í hendurnar og handabakið allveg ins og þú myndir nota handáburð, þá ertu komin með það magn sem þú ættir að nota enda. Ef þú ert með alvöru góða olíu er hún líka góð fyrir hendurnar þínar og smýgur inn og nærir þær með sínum efnum í leiðinni.
- Þegar farið er að liða má hafa í huga að alltof oft gera dömur of mikið vesen úr þessu og gera of mikið. Það er auðvitað oft sem gaman er að gera allt eins og ég er að gera við Ingibjörgu núna en það er líka geggjað að taka bara nokkra lokka til að tvista aðeins og breyta til eins og það er líka flott að setja nokkra lokka í krullað eða liðað hár, það gerir það partyhæft með örfáum snúningum.
- Rod 11 nýjasta járnið í safni HH Simonsen. Það sem gerir það spennamdi og frábrugðið öðrum er að það er eins og sívalningur í laginu sem gerir það að verkum að liðirnir verða lengri og má segja aðeins teygðari en öðrum keilum eins og t.d.ROD 3 eða4 við það helst lengdin aðeins meira. Fyrir utan það að liðirnir koma ofboðslega mjúkir og fallegir út þá styttist það ekki eins mikið, sem gæti heillað margar dömur.
- Það má alltaf hafa í huga þegar liðir eða krullur eru gerðar með keilum að ef þú vilt enþá meiri kraft og sterkari áferð er gott að spreyja hársprey í lokkinn áður en járnið er sett í, mitt uppáhalds efni fyrir það heitir Hold and Gloss og gerir eins og nafnið segir hald og glans.
- Þegar krullerí er komið og öll þessi grunnvinna og góðu efni eru komin í hárið er ansi mikið í boði sem hægt er að gera eftir því hvaða stemning er framundan. 1. Láta það nánast vera eftir allt þetta og setja smá glans eða álíka vöru. 2. fara inní það með höndunum inn að höfði og hrista, þar er mjög mikilvægt að fara sömu leið út til að ýfa hárið ekki. 3. draga hárið saman þar til er komið út í enda með einhverja létta vöru t.d. olíu, létt vax og hrista nokkuð vel. 4. Það sem ég endaði á að gera við Ingibjörgu og er eitt af mínu uppáhalds en það er að greiða vel í gegnum hárið, þá meina ég vel og allstaðar en það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttan bursta þegar þetta er gert. Þeir burstar eru oft kallaðir svínshára burstar, ég segi oft að þetta sé burstinn sem Mjallhvít notaði þegar hún sat við spegilinn og greiddi sér eins og allir muna hahaha. Það sem þessir burstar gera er að róa hárið og gefa því glans. Þeir eru oft líka kallaðir kvöldburstar en það er munur á þeim og flækjuburstum sem geta allveg virkað í þetta en þeir eru meira til að losa flækjur, bestir í blautt og hárið rafmagnast frekar ef þeir eru notaðir svona í þurrt hárið. Sá sem ég notaði er algjörlega magnaður og heitir Smooth Brush frá HH Simonsen.
- Eftir allt þetta stuð er svo fíneseringin, það eru endalausar leiðir líka þar sem hægt er að gera til að fá þá fullkomnu útkomu sem þú vilt. Það sem ég ákvað að nota til að fá okkar útkomu voru örfá efni og nefni ég nokkur af þeim. Wax spray til að fá mjúka silki áferð með smá mótun, aðeins extra af Shine Mist til að fá auka gljáa, Wax stick til að ná niður litlu hárunum sem skjótast oft upp og er oft aðeins vesen með við andlitið, þetta efni er snilld því þá þarf ekki að fara beint með puttana í hárið sem stundum vill bara flækja og rugla. Svo ef maður vill er hægt að enda með smá Hairspray eða Texturising Volume spray, passa bara að nota ekki of mikið því við viljum ekki skemma alla þessa vinnu sem við erum búin að gera og við viljum að hárið sé létt og hreyfist eðlilega og fallega.
Ef þú hefur haft gaman og vonandi gagn að þessum pistli og æfir þig nokkrum sinnum (ekki rétt áður en þú ferð út á lífið) þá ertu eiginlega komin með háskólagráðu í Rod 11 og því sem hægt er að gera til að fá fullkomið hár með hjálp örfárra uppáhalds efna sem ég gæti ekki verið án.
Takk fyrir mig
Baldur Rafn