Pistlar:

3. maí 2022 kl. 9:39

Barnaheill - Save the Children á Íslandi (barnaheill.blog.is)

Hvað þýðir að barn eigi rétt til þátttöku?

Screenshot 2022-05-03 093703Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálinn, gildir sem íslensk lög, en hann var lögfestur á Alþingi árið 2013, sem lög nr. 19/2013. Hann á við um öll börn á Íslandi, óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum eða öðrum skoðunum, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eignum, fötlun, ætterni eða öðrum aðstæðum þeirra eða foreldra þeirra eða lögráðamanns. 

Ein af grunnstoðum Barnasáttmálans er réttur barns til þátttöku. En hvað felst í þeim rétti?  

Í 12. grein Barnasáttmálans kemur eftirfarandi fram: Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 

Í þessari grein má finna kjarnann í þátttökurétti barna. Eins og orð þessi bera með sér er réttur barns til að tjá skoðun sína mjög víðtækur en hann nær til allra mála sem barnið varðar. Þessi orð verður að skilja sem svo að barn, óháð aldri, eigi rétt til að láta skoðun sína í ljós, þegar það getur myndað eigin skoðun, hvenær sem því sjálfu eða öðrum manneskjum finnst málið það varða.  

Barn á því rétt á að taka þátt með því að tjá skoðun sína um öll mál sem það varðar, frá því það hefur færni til að láta skoðun sína í ljós. Gæta verður þess að börn láta skoðanir sínar í ljós frá unga aldri, fyrst aðeins með hljóðum, gráti eða öðrum aðferðum sem eru á færi þess að nota. Því er mikilvægt að vera vakandi fyrir því þegar barn tjáir skoðanir sínar og líðan og vera meðvitaður um að börn tjá sig með mismunandi máta eftir þroska og aldri.  

Til þess að réttur barna til þátttöku verði raungerður þarf börnum því að bjóðast með raunhæfum hætti, að segja skoðun sína um allt frá því sem varðar það persónulega, í nærumhverfi þess, fjölskyldu- og heimilislífi, um menntun sína og tómstundaiðkun og samskipti við vini og aðra, til þess að hafa tækifæri til að tjá skoðun sína um hin stærstu samfélagsmál, svo sem um stjórn landsins og lagasetningu.  

Samfélagið allt þarf að þekkja þennan rétt barna en vitanlega eru það foreldrar, einstaklingar sem vinna fyrir og með börnum og stjórnvöld sem þurfa að raungera réttindin með því að muna eftir að spyrja börn, hlusta á börn og nýta upplýsingarnar sem aflað er um skoðanir barna til að byggja ákvarðanir á. Rétt er að taka fram að um er að ræða rétt barna til að tjá skoðun sína en ekki skyldu. 

Skoðanir barna skipta miklu máli til að skapa heilbrigt og barnvænt samfélag.  

Barnaheill hvetja alla til að spyrja börn um hvað þeim finnst, hlusta vel á svörin og taka réttmætt tillit til skoðana, reynslu og hugmynda þeirra. 

Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi. 

 

 

mynd
20. janúar 2022 kl. 11:03

Í upphafi árs 2022

Í upphafi hvers árs setja margir sér markmið og áramótaheit, sem mörgum tekst að fylgja en öðrum ekki. Þjóðir heims hafa oft sett sér markmið og heit um betri heim, aukinn jöfnuð, betri umgengni við móður Jörð og að uppræta fátækt, án mikils árangurs. Alþjóðsamfélagið hefur um áratuga skeið skrifað undir hvern sáttmálann á fætur öðrum um betri umgengni á Jörðinni og að koma í veg fyrir meira
mynd
11. október 2021 kl. 14:59

Hefurðu velt orðinu forsjá fyrir þér? 

Í daglegu tali heyrist enn til fólks tala um að foreldrar hafi forræði yfir börnum sínum. Mörg ár eru síðan hætt var að nota orðið forræði í lögum. Hið rétta er að nota orðið forsjá. Orðið forræði lýsir gömlum gildum um að foreldrar ráði yfir börnum sínum en orðið forsjá leggur áherslu á eðli foreldrahlutverksins sem felur í sér skyldu til umönnunar og verndar. Mikilvægt er að þekkja rétt barns meira
mynd
2. júní 2021 kl. 14:04

Vinátta að sumri

Nú þegar vetri er lokið og sumarið bankar á dyr og glugga breytist gjarnan starfsemi leik- og grunnskóla. Útivera, útinám og útileikir verða meira áberandi í starfi skólanna og hefðbundin verkefni vetrarins eru jafnvel sett á hilluna. Svo kemur sumarið og sumarfrí með frelsinu og enn meiri leik. Grunnskólabörn eiga langt sumarfrí fyrir höndum og hafa því gjarnan meiri tíma til að leika við félaga meira
mynd
12. janúar 2021 kl. 11:02

Vinátta ungra barna

Frá unga aldri er vinátta og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með. Vellíðan og að eignast vini er gjarnan það sem foreldrar telja mikilvægast að börn þeirra meira
mynd
3. nóvember 2020 kl. 14:38

Dagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti er ofbeldi og á aldrei að líðast. Frá árinu 2017 hefur dagurinn verið tileinkaður einelti meðal barna, einelti í skólum. Einelti er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er kveðið á um vernd allra barna gegn ofbeldi og að ekki skuli mismuna meira
mynd
17. september 2020 kl. 17:30

Ekki er allt sem sýnist

Reglulega koma fréttir í fjölmiðlum um skelfilegt einelti. Fullorðnir einstaklingar stíga fram og greina frá einelti sem þeir urðu fyrir í grunnskóla, einelti sem hafði veruleg áhrif á líf þeirra. Þessir einstaklingar gengu jafnvel í skóla, þar sem voru viðbragðsáætlanir gegn einelti, en allt kom fyrir ekki. Kennarar eiga það flestir sameiginlegt að njóta þess að hitta fyrrum nemendur á förnum meira
10. september 2020 kl. 9:17

Réttur barna til lífs og þroska

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinaskrifin eru liður í meira
22. júní 2020 kl. 12:34

Réttur barna til vinnuverndar og verndar gegn arðráni

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru liður í meira
mynd
7. maí 2020 kl. 11:53

Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar, 31. gr. Barnasáttmálans

  Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru meira
mynd
20. apríl 2020 kl. 14:41

Barnasáttmálinn og ofbeldi gegn börnum

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinarnar eru nú endurbirtar ein af annarri á vef mbl.is. Greinarskrifin eru liður í meira
mynd
30. mars 2020 kl. 12:58

Réttur barna til menntunar og markmið menntunar

Réttur barna til menntunar og markmið menntunar   Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Greinaranar eru nú endurbirtar meira
20. febrúar 2020 kl. 10:48

Forvarnir virka

Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi. Raunin er samt sú að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er staðreynd í okkar samfélagi. Á Íslandi verða 17– 35%  barna fyrir slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Það er þriðja hver stúlka og fimmti hver drengur. Mikilvægasta markmiðið er að koma í veg fyrir ofbeldi. Fyrsta stigs forvarnafræðsla felur í sér fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og meira
14. febrúar 2020 kl. 15:16

Börnum bjargað úr ofbeldisaðstæðum

Mörg dæmi eru um að börnum í ofbeldisaðstæðum hafi verið komið til bjargar eftir tilkynningu til ábendingalína um ofbeldi gegn þeim á neti. Í gegnum Inhope, regnhlífasamtök ábendingalína um allan heim, er unnið að því hörðum höndum að bregðast við ábendingum á skjótvirkan hátt, þannig að efni sé fjarlægt af netinu innan 48 stunda frá því að tilkynning berst. Barnaheill eru þátttakendur í meira
4. febrúar 2020 kl. 13:23

Það sem er barninu fyrir bestu

Margir þekkja meginreglu Barnasáttmálans um það sem er barninu fyrir bestu. En hvað þýðir hún nákvæmlega? Hvað felst í þessari grunnreglu í málefnum barna? Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna saman höndum um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með greinaskrifum. Munu greinarnar birtast hér á Mbl. ein af annarri. Við meira
Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Meira