c

Pistlar:

20. janúar 2022 kl. 11:03

Barnaheill - Save the Children á Íslandi (barnaheill.blog.is)

Í upphafi árs 2022

CH1605940

Í upphafi hvers árs setja margir sér markmið og áramótaheit, sem mörgum tekst að fylgja en öðrum ekki. Þjóðir heims hafa oft sett sér markmið og heit um betri heim, aukinn jöfnuð, betri umgengni við móður Jörð og að uppræta fátækt, án mikils árangurs. Alþjóðsamfélagið hefur um áratuga skeið skrifað undir hvern sáttmálann á fætur öðrum um betri umgengni á Jörðinni og að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar en án árangurs. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru nú orðnar að veruleika og börnin okkar þurfa að klást við afleiðingar gjörða okkar og þess að ráðamenn hafa í áratugi skellt skollaeyrum við tilmælum vísinda. Barnaheill – Save the Children hafa gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum sem eitt af sínum forgangsverkefnum. Ástæðan er sú að loftslagsbreytingar ógna rétti barna til lífs, verndar og náms. Ekki síst verða börn í fátækustu ríkjum heims fyrir barðinu og afleiðingunum. Menntun þeirra mun skerðast, landsvæði verða óbyggileg vegna þurrka og börn verða stór hluti þeirra sem þurfa að leggja á flótta frá heimkynnum sínum næstu áratugina. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja ráðamenn og landsmenn alla að standa vörð um velferð barna framtíðarinnar með því að vinna gegn loftslagsbreytingum og gera það að áramótaheiti fyrir árið 2022, heiti sem hægt er að standa við.

 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.

Meira