Um áramót er tilvalið að líta yfir farinn veg. Rifja upp góðar minningar. Halda upp á það sem fór vel og draga lærdóm af því sem betur mátti fara.
Aldrei það kemur til baka
Sum ár eru þannig að við kveðjum þau með feiginleik.Þá hefur svo margt gengið á að við fögnum nýju ári sem birtingarmynd nýrra tíma.
Önnur ár kveðjum við með söknuði þess sem misst hefur ástvin. Þá lítum við til baka og minnumst þeirra daga sem við nutum.
En önnur ár upplifum við jafnvel að lífið hafi gengið sinn vanagang. Tíðindalítið. Eða eins og Valdimar Briem orti: „Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.“
Gerum upp árið 2016
Hvað svo sem árið bar í skauti sér í þínu lífi, þá er kominn tími til að gera það upp. Það er nefnilega gott að staldra við áður en þú leggur drög að því sem koma skal á nýju ári.
Ég setti saman nokkrar spurningar til að hjálpa þér. Ég legg til að þú finnir blað og takir fram skriffæri. Það gefur góða raun að gera ársuppgjörið í höndunum.
Markmið fyrir 2017
Nú þegar þú hefur gert upp það sem er liðið, er kominn tími til að leggja drög að því sem þú ætlar þér á nýju ári.
Eins og flestir vita er munur á markmiðum og áramótaheitum. Munurinn er sá að markmiðum þarf að fylgja tímasett framkvæmdaáætlun. Áramótaheitum er hins vegar oft fleygt fram án þess að þeim fylgi sú alvara sem þurfa þykir til að þeim verði framfylgt. Rannsóknir hafa sýnt að örfáir standa við áramótaheit en hins vegar eru 95% líkur á að þú náir markmiðum þínum ef þú setur þau fram á þann hátt sem ég ætla að deila hér á eftir.
Markmiðasetning sem virkar
Napoleon Hill, sagði að markmið væru draumar með tímafresti. En það er einmitt tímafresturinn sem greinir á milli drauma og markmiða.
Vissir þú að aðeins um 5% fólks skrifar niður markmiðin sín og gerir áætlun um að fylgja eftir draumum sínum? Hver sem ástæða þess kann að vera, er þér ekkert til fyrirstöðu. Það er nefnilega gott að vera í þeim minnihlutahópi sem skrifar niður markmiðin sín og hrindir þeim í framkvæmd.
Svona seturðu þér markmið skref fyrir skref:
Eitt ráð að lokum. Þegar markmiðasetning er annars vegar er gott að hafa í huga að ferðalagið er jafn mikilvægt og áfangastaðurinn. Mundu eftir að fagna áfangasigrunum og njóta hvers einasta dags.
Gangi þér vel og gleðilegt nýtt ár!