c

Pistlar:

29. maí 2017 kl. 11:22

Edda Jónsdóttir (eddajonsdottir.blog.is)

Æ ég byrja að spara í næsta mánuði!

Margir kannast við að vera með há laun en ná ekki að spara. Fögur fyrirheit eru víst ekki nóg þegar kemur að sparnaði. Þó það væri voða gaman ef svo væri. En fjárhagsleg markmið lúta sömu lögmálum og önnur markmið. Það þarf að setja þau í forgang.

Nokkur dæmi um fjármálaáskoanir

Ég þori að fullyrða að við þráum öll fjárhagslegt frelsi, þó við skilgreinum þetta frelsi með mismunandi hætti. Peningaáskoranir okkar eru mismunandi og birtingarmynd þeirra ólík. En við glímum öll við einhvers konar áskoranir tengdar peningum.

Þegar ég tala um áskoranir er ég ekki að vísa til þess að vera í verulegum fjárhagsvanda. Nei, ég er að vísa til áskorana á borð við að þú náir ekki fjárhagslegum markmiðum þínum, eins og til dæmis að leggja fyrir. Þrátt fyrir að langa virkilega til þess og vita innst inni að þú ættir að geta það. Þú ert jú með ágætis laun. Peningarnir fara einhvern veginn bara í eitthvað annað og þú upplifir jafnvel að vera peningalaus í lok mánaðarins.

Ég er að vísa til þess að setja þarfir annarra framar þínum eigin. Redda öðrum í stað þess að standa við að gera það sem þú ætlaðir að gera við peningana sem þú ert búin/n að leggja fyrir. Eftir á upplifirðu eftirsjá að hafa ekki staðið með þér því þú veist að þú færð þessa peninga sennilega ekki greidda til baka og viðkomandi kann mögulega ekki að meta hjálp þína.

Ég er að vísa til þess að efast um þú sért að taka réttar ákvarðanir varðandi fjárfestingar. Eins og íbúðin sem þú ætlaðir að kaupa fyrir nokkru síðan en hikaðir – og misstir af tækifærinu. Þú sem hefðir getað grætt svo mikið á því að kaupa þegar þú ætlaðir.

Ég er að vísa til þess að þú færð ekki greidda yfirvinnu þrátt fyrir að þú vinnir myrkranna á milli. Það er búið að segja þér að þú getir ekki fengið hærri laun. Árferðið er nú þannig og jú það hafa svosem orðið lögbundnar hækkanir. En þegar þú telur saman yfirvinnutímana og það sem fyrirtækið græðir á þér, fyllistu gremju. Þú veltir fyrir þér hvort þú ættir að stofna eigið fyrirtæki en þú átt ekki varasjóð til að vera launalaus um tíma. Hvar áttu að byrja?

Með von um fjárhagslegt frelsi

Sumir gera sér vonir um að upplifa fjárhagslegt frelsi á næstu mánuðum eða árum. Aðrir upplifa hugmyndina um fjárhagslegt frelsi fremur sem góða hugmynd en eitthvað sem gæti orðið að veruleika í þeirra lífi. Enn aðrir eru einhvers staðar þarna á milli.

En hvernig sem persónuleg afstaða þín til fjárhagslegs frelsis kann að vera – þá er staðreyndin sú að allir sem hafa náð fjárhagslegu frelsi hafa haft áætlun og farið eftir henni.

Þar stendur hnífurinn í kúnni í langflestum tilfellum. Því hvernig í ósköpunum á maður að gera slíka áætlun? Hvert er fyrsta skrefið? 

Hvað ef fjárhagslegt frelsi er raunhæft markmið?

Eftir að hafa unnið við fjármálatengda markþjálfun í nokkur ár, ákvað ég að máta þá hugmynd að allir geti upplifað fjárhagslegt frelsi. Ég fór að leika mér að því að spyrja mig spurninga og skora á sjálfa mig að finna lausnir.

Ein spurninganna sem ég spurði mig var þessi: „Ef það er staðreynd að allir geti í raun upplifað fjárhagslegt frelsi – hver er leiðin að því markmiði?

Eitt af því sem ég komst að var að leiðirnar eru mjög mismunandi – þó markmiðið sé eitt og hið sama.

Ég komst því að þeirri niðurstöðu að ef ég ætlaði að hjálpa fólki að ná fjárhagslegu frelsi – yrði ég að hanna lausn sem höfðar til fólks sem hefði mismunandi þarfir og mismunandi áskoranir.

Einfalt kerfi sem virkar – líka fyrir þig!

Flest erum við önnum kafin og margir upplifa að þeir glími við tímaskort. Ég hafði þetta í huga þegar ég hannaði skapandi og skemmtilega lausn sem er auðvelt að innleiða í dagsins önn. Markmiðið er að það sé auðvelt að breyta sambandi sínu við peninga dag frá degi og uppskera varanlegan árangur.

Vilt þú þiggja fjárhagslegt frelsi að launum fyrir sumarvinnu?

Ýmsar rannsóknir benda til að það taki 21 dag að losna við óvana eða festa nýjan vana í sessi. Lausnin mín - Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum er netnámskeið sem tekur mið af þessum rannsóknum. Þátttakendur eru leiddir áfram, skref fyrir skref á ferð um lendur fjármála sinna.

Sjónum er ýmist beint að því að skoða samband sitt við peninga eða að því að innleiða nýja siði þegar kemur að peninganotkun og peningaumsýslu.

Netnámskeiðið byggir á áralangri vinnu og margreyndum aðferðum sem hafa nýst fjöldamörgum til að umbreyta sambandi sínu við peninga. Það besta er að þessi vinna er bæði skapandi og skemmtileg!

Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum hefst 7. júní. Nánari upplýsingar og skráning hér

Edda Jónsdóttir

Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Meira