c

Pistlar:

3. mars 2012 kl. 17:32

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Aspartame - varasamt sætuefni

aspartame_jardaber.jpgEf þú drekkur sykurlausa gosdrykki eða notar sykurlaust tyggjó (ca 85% þeirra sem eru á markaði) eru allar líkur á að þú neytir reglulega aspartame sætuefnis í ríkulegu mæli. Aspartame er vinsæl gervisæta sem er ekki bara í gosdrykkjum og tyggjói, heldur einnig í sultum og ótal sykurlausum vörutegundum. Það er líka þekkt undir vörumerkjum eins og Sweet One, NutraSweet og Spoonful.

Þrátt fyrir vinsældir þessa sætuefnis vita fáir að það er ávanabindandi, meðal annars vegna þess að það hefur áhrif á upptöku dópamíns í heilanum. Það er líka talið vera krabbameinsvaldandi og valda skaða á hvatberum líkamans. Sætuefni valda líka gerviþörf hjá þeim sem neyta þeirra og þeir verða sólgnir í meiri sætu. Þannig situr fólk fast í þeirri gildru að verða háð mat sem er sætur á bragðið, en er án nokkurs næringargildis.  

Sum einkenni aspartame eitrunar eru kviðverkir, mígreni höfuðverkir, svimi eða útbrot á húð. Aspartame eitrun er þó oft ranglega greind, því einkenni hennar líkjast öðrum einkennum.  Við eitrun frá aspartame breytist hlutfall amínósýra í blóðinu og hún getur líka lækkað magn hormóna eins og dópamíns og týrósíns eða blokkerað þau alveg, en þeir eru nauðsynlegir eðlilegri líkamsstarfsemi.

Þar sem aspartame finnst hvorki við blóðrannsókn né á röntgenmyndum, eru líkur á að afleiðingar á neyslu þess leiði til uppsöfnunar á eitrun í líkamanum. Næst þegar þú opnar dós af sykurlausum gosdrykk er ágætt að hafa í huga að eftirfarandi sjúkdómar hafa verið tengdir aspartame:

Krabbamein - Í rannsóknum hjá Ramazzine stofnuninni, sem stundar krabbameinsrannsóknir, kom í ljós að aspartame eykur hættu á krabbameini (eitlakrabbameini, hvítblæði og brjóstakrabbameini). Þótt ýmsar aðrar rannsóknarstofnanir telji að ekki sé um ótvíræð tengsl sé að ræða, er ágætt að hafa í huga að það sem er skaðlegt rottum á rannsóknarstofum er líka skaðlegt mannslíkamanum.

Geðræn vandamál og hrörnun heilafruma - Við rannsóknir í háskólunum í Pretoriu og Limpopo (Suður-Afríku) kom í ljós að of mikil neysla á gervisætu getur leitt til ýmissa geðrænna vandamála og hrörnunar í heila. Í grein sem birtist í European Journal of Clinical Nutrition, sögðu rannsóknaraðilar að aspartame virtist valda auknum boðum til, svo og skemmda og jafnvel dauða á taugafrumum. Þar sem aspartame truflar orkuupptöku frumanna, er líklegt að sú truflun leiði til keðjuverkunar í öðrum kerfum líkamans.

Höfuðverkir - Rannsókn sem birt var á PubMed.gov árið 1994 sýndi fram á að neysla á aspartame tengdist höfuðverkjum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni og notuðu aspartame voru með höfuðverk 33% af tímanum, meðan þeir sem fengu lyfleysu einungis 24% af tímanum. Í bók sinni Headaches komust Dr. Robert Milne og Blake More að þeirri niðurstöðu að höfuðverkur væri algengasta aukaverkun hjá þeim sem notuðu vörur með aspartame sætuefni.

Þyngdaraukning og hækkun á blóðsykri - Aspartame er hvorki heppilegur valkostur fyrir sykursjúka né þá sem vilja grennast. Nýlegar rannsóknir sýna að regluleg neysla á sykurlausum gosdrykkjum tengist sterklega matarfíkn eða ofáti og að aspartame geti hækkað blóðsykurinn. Rannsókn við Heilsustofnun háskólans í Texas, sem er í San Antonio, sýndi að 70% þeirra sem drukku sykurlaus gosdrykki þyngdust á meðan þeir sem ekki drukku þá héldu sömu þyngd. Það sem er kannski athyglisverðara er að mittismál þeirra sem drukku reglulega 2 dósir af sykurlausum gosdrykkjum jókst 500% meira en þeirra sem ekki gerðu það.

Mun meira er fjallað um aspartame og þau skaðlegu áhrif sem það getur haft á heilsuna á þeim vefsíðum sem heimildir mínar eru frá. Það kemur kannski engum á óvart að Monsanto er aðalframleiðandi aspartame.

Heimildir: http://www.naturalnews.com/035126_aspartame_side_effects_withdrawal.html

http://www.kipnews.org/2012/02/15/exposed-85-percent-of-major-brands-of-chewing-gum-still-contain-aspartame-and-sucralose/
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira