Sumir tala um að nú séu rauðrófur tískufæða, þar sem rauðrófusafi, rauðrófur og frostþurrkaður rauðrófusafi fæst nú í mörgum matvörumörkuðum og heilsuvöruverslunum. Rauðrófur hafa þó frá alda öðli verið hluti af fæðu manna, en þær uxu upprunalega villtar með ströndum Norður-Afríku, Asíu og Evrópu. Í fyrstu borðuðu menn einungis rauðrófublöðin og það var ekki fyrr en á tímum Rómverja sem farið var að borða rófuna.
Þegar Napólen var í stríði við Breta og þeir vörnuðu honum aðgengi að sykurreyr frá Karabísku eyjunum, fór hann að láta vinna sykur úr rauðrófum. Enn eru þær notaðar við framleiðslu á sykri, en best er þó ef fólk borðar þær heilar eða afurðir úr þeim heilum, eins og safa eða frostþurrkaðan safa.
Ég hef undanfarinn mánuð notað frostþurrkaða rauðrófusafann frá Terra Nova. Hann er unninn úr lífrænt ræktuðum rauðrófum og í hann er blandað sveppadufti, sem eflir enn frekar og styrkir ónæmiskerfið. Ég set duftið út í hristingana mína á morgnana, því það er í raun samþjappaður safi sem gefur magnaða næringu og orku.
Dr. Mercola talar um sex ástæður þess að við ættum að drekka rauðrófusafa eða nota hann í þurrkuðu formi.
1-Lækkar blóðþrýstinginn
Rauðrófusafi getur hjálpað þér að lækka blóðþrýstinginn á nokkrum klukkustundum. Ein rannsókn sýndi að eitt glas af rauðrófusafa lækkaði þrýstinginn að meðaltali um 4-5 stig.
2-Eykur úthaldið
Ef þú þarft á orku að halda til að komast í gegnum æfingarnar þínar, kemur rauðrófusafi að góða gagni. Þeir sem drukku rauðrófusafa fyrir æfingar gátu æft allt að 16% lengur en þeir sem gerðu það ekki. Ávinningurinn er talinn tengjast því að nítröt breytast í nitric oxide, sem dregur úr súrefnisþörf við léttar æfingar og eykur jafnframt þolið við erfiðari æfingar.
3-Dregur úr bólgum
Í rauðrófum er einstaklega mikið af betaíni, næringarefni sem verndar frumur, prótín og ensím fyrir umhverfislegu áreiti. Efnið er líka þekkt fyrir að draga úr bólgum, vernda innri líffærin, efla æðakefið og auka líkamleg afköst.
4-Vörn gegn krabbameinum
Hin öflgu jurtanæringarefni sem gefa rauðrófunum hinn dökkrauða lit eru talin vörn gegn krabbameinum. Rannsóknir hafa sýnt að þurrkaður rauðrófusafi sem blandað var saman við vatn, dró úr myndun æxla í mismunandi rannsóknardýrum. Rannsóknir fara nú fram á því hvernig nota megi rauðrófusafa við meðhöndlun á krabbameinum í brisi, brjóstum og blöðruhálskirtli.
5-Inniheldur mikið af næringarefnum og trefjum
Í rauðrófum er mikið af C-vítamíni sem eflir ónæmiskerfið og nauðsynlegum steinefnum eins og kalíum (nauðsynlegt fyrir heilbrigðar taugar og vöðvastarfsemi) og mangan (sem er gott fyrir bein, lifur, nýru og bris). Í rauðrófum er líka B-vítamín fólat, sem dregur úr hættu á fósturskaða.
6-Styður við afeitrun líkamans
Betalín litarefnin í rauðrófum styðja við Ferli 2 í afeitrun líkamans, en það er þegar eitruð niðurbrotsfefni hafa tengst öðrum mólekúlum, svo hægt sé að losa þau úr líkamanum. Löng hefð er fyrir því að rauðrófur séu taldar stuðla að afeitrun líkamans og hjálpa til við að hreinsa blóð og lifur.
Sjá nánar í grein á vefsíðu Dr. Mercola