Psyllium er heiti á uppleysanlegum trefjum sem unnar eru úr hýði psyllium (plantago ovata) fræsins. Þess vegna kallast bætiefni sem unnin eru úr fræjunum Psyllinum Husk, þar sem husk þýðir hýði. Plantan (plantago ovata) vex aðallega á Indlandi og rekur uppruna sinn til Asíu, en finnst þó um allan heim. Í Bandaríkjunum er hún meðal annars ræktuð í suð-vestur ríkjunum.
Þar sem psyllium husk trefjarnar eru vatnsuppleysanlegar, fara trefjarnar í gegnum meltingarveginn án þess að brotna alveg niður. Í staðinn draga þær í sig vökva – og vinna á hægðatregðu, niðurgangi, lækka blóðsykur, háþrýsting, kólesteról og stuðla að þyngdartapi.
SJÖ ÁSTÆÐUR TIL AÐ NOTA PSYLLIUM HUSK
1-Hægðatregða – Þar sem trefjarnar eru uppleysanlegar, draga þær í sig vökva og verða að nokkurs konar hlaupi meðan þær fara í gegnum meltingarveginn. Trefjarnar eru mild leið til að auka hægðalosun.
2-Niðurgangur – Þar sem psyllium trefjarnar draga í sig mikinn vökva, geta þær þétt hægðirnar og hægt á ferð þeirra í gegnum ristilinn. Rannsóknir hafa sýnt að psyllium husk trefjar draga úr niðurgangi hjá sjúklingum sem eru í strangri lyfjameðferð, þar sem ein af aukaverkunum er niðurgangur. Psyllium husk trefjarnar geta því bæði komið í veg fyrir hægðatregðu og niðurgang, með því að stuðla að því að koma jafnvægi á hreyfingar ristilsins, ef þú ert með hægðavandamál.
3-Lækka blóðsykur – Það hefur sýnt sig við rannsóknir að trefjar eins og psyllium husk hafa áhrif á sykurviðbrögð líkamans gagnvart máltíðum og hafa lækkandi áhrif á insúlín og blóðsykur. Þetta á einkum og sér í lagi við um vatnsuppleysanlegar trefjar eins og psyllium er að ræða. Psyllium husk trefjarnar virka reyndar betur en trefjar eins og hveitiklíð. Vegna hlaupkenndra áhrifa psyllium, sem stuðla að hægari meltingu fæðunnar, kemst meira jafnvægi á blóðsykurinn.
4-Stuðla að þyngdartapi – Trefjar eins og psyllium husk, sem verða að seigfljótandi blöndu í meltingarveginum geta haft áhrif á matarlyst og stuðlað að þyngdartapi. Þá eru trefjarnar teknar inn rétt fyrir máltíð, en þar sem þær hafa fyllandi áhrif í maganum, minnkar matarlystin. Auk þess að hafa áhrif á matarlystina verður hægðalosun betri og þá léttir á líkamanum.
5-Lækkar kólesteról – Psyllium husk trefjar geta bundist fitu og gallvökva, sem leiðir til þess að þessi efni hverfa úr líkamanum. Til að bæta upp fyrir tapaðan gallvökva, notar lifrin kólesteról til að framleiða meiri af honum. Við það lækkar kólesteról í blóði. Í rannsókn sem gerð var, kom í ljós að með því að taka 5.1 gramm tvisvar á dag í átta vikur, lækkaði LDL kólesteróli (það slæma) og HDL kólesterólmörkin hækkuðu.
6-Gott fyrir hjartað – Með því að bæta vatnsuppleysanlegum trefjum við matræði þitt gætirðu lækkað þríglyseríð, háþrýsting og dregið úr hættu á hjartasjúkdómum. Í einni rannsókn kom fram að með því að taka 5 grömm af psyllium husk trefjum þrivar á dag í sex vikur, lækkuðu þríglyseríð um tuttugu og sex prósent.
7-Forlífsgerlar – Forlífsgerlar (prebiotics) eru ómeltanleg efni, sem næra bakteríur í þörmum og stuðla að vexti þeirra. Psyllium husk hefur þessa forlífsgerlaeiginleika. Þótt psyllium husk trefjarnar gerjist hægar en aðrar trefjaar, valda þær einmitt þess vegna hvorki aukinni loftmyndun í þörmum, né öðrum vandamálum í meltingarveginum. Psyllium husk trefjarnar hafa reynst vel við ýmis konar meltingarfæravandamálum, meðal annars Crohn‘s sjúkdómnum.
Allar fjórar tegundir Psyllium Husk frá NOW geta stuðlað að betri meltingu. Í sumum glösunum eru hylki eða í trefjarnar í duftformi, en heilar trefjar eru í pokum eru trefjarnar. Í Psyllium Husk 700mg er líka eplapektín, en fólk hefur notað það gegn of háu kólesteróli, háu þríglyseríði og til að koma í veg fyrir ristil- og blöðruhálskirtilskrabbamein. Eins hefur það verið notað af þeim sem eru sykursjúkir eða með bakflæði.
Höfundur: Guðrún Bergmann hefur í rúm fjögur og hálft ár haldið stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn sem tæplega 1.700 manns hafa sótt. Næsta námskeið hefst 22. október.
Mynd: Canstockphoto.com
Heimildir: medicalnewstoday.com og webmd.com