c

Pistlar:

19. ágúst 2024 kl. 9:30

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Væntu hins óvænta

STJK-19.08Tunglið verður fullt í dag, þann 19. ágúst klukkan 18:26 í merki Vatnsberans. Einstök afstaða plánetanna þennan dag gerir það að verkum að stjörnuspekingar um allan heim hafa keppst við að vara við orkunni í kringum þetta fulla Tungl, þar sem líklegt er að óvæntir atburðir tengist þessum degi og næstu dögum.

Það er ekki einungis vegna þess að þetta fulla Tungl er í hinu uppreisnargjarna og byltingarkennda merki Vatnsberans... heldur líka vegna þess að það er í 90 gráðu spennuafstöðu við Úranus, en Úranus stjórnar Vatnsberanum.

Tunglinu fylgir því nokkurs konar tvöfaldur Vatnsberakraftur, sem þýðir í raun tvöfaldur skammtur af byltingum og breytingum. Svo er Tunglið líka í 180 gráðu spennuafstöðu við Sólina, þannig að orkan er mögnuð.

Við megum því eiga von á óvæntum atburðum, aukinni innsýn í það sem áður hefur verið okkur hulið og opinberanir og uppljóstranir á hlutum sem hið fulla Tungl mun baða ljósi sínu, svo það fari ekki framhjá neinum.

ÞRÍHYRNINGUR

Fulla Tunglið myndar með Sól, Tungli og Úranusi þríhyrning í föstum merkjum. Sólin er á 27 gráðum í Ljóni, Tunglið á 27 gráðum í Vatnsbera og Úranus í “transit” eða eins og hann er á ferð núna er á 27 gráðum í Nauti. Línurnar í kortinu eru rauðar sem þýðir að um spennuafstöðu er að ræða, svo allt óvænt getur gerst.

Kíkið endilega á hvar 27 gráður í þessum stjörnumerkjum lenda inn á persónulega stjörnukortinu ykkar og í hvaða húsum kortsins, til að sjá hvar afstaða þeirra er að hafa áhrif á ykkur persónulega.

Úranus er táknrænn fyrir hið óvænta, fyrir það sem gerist fyrirvaralaust, fyrir jarðhræringar og eldgos (reyndar nokkuð líklegt hér á landi miðað við stöðu mála á Reykjanesskaga), bæði í Jörðinni en ekki síður manna á meðal.

Það er líka áhugavert að Veitur skuli hafa valið þessa daga (áhrifa Tunglsins gætir í nokkuð marga daga eftir að það er fullt) til að taka heitavatn af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins, vegna þess að með svona sterka orku frá Úranusi er líklegt að ýmislegt komi á óvart í því ferli.

VÆNTU HINS ÓVÆNTA

Orkuna frá Úranusi má eiginlega skýra með þessum þremur orðum. “Væntu hins óvænta!” Úranus veldur truflun á óbreyttu ástandi (heitavatnsleysi) og er gjarnan tengdur byltingum. Skyndileg þróun gæti leitt til þess að við þurfum að endurskoða nálgun okkar eða aðlagast fljótt nýjum aðstæðum. Skyndilegur skýrleiki gæti líka hjálpað okkur að skilja raunveruleika mála sem við höfum áður litið framhjá.

En þótt breytingarnar sem tengjast Úranusi þegar afstaða hans er svona öflug, kunni að virðast skyndilegar, er oft eins og við höfum innst inni vitað að þær væru að fara að gerast. Einhvern veginn var æðra sjálf okkar búið að skynja breytinguna. Hins vegar var efnið okkar eða þrívíddarsjálfið okkar, ekki alveg búið að fatta þær.

UTAN VIÐ HIÐ AUGLJÓSA

Úranus er sú fyrsta af persónulegu plánetunum sem er ósýnileg með berum augum. Þetta þýðir að áhrif pláneturnar eru lúmsk, ósýnileg og starfa á öðrum sviðum vitundarinnar. Úranus virkar öðruvísi. Við „sjáum“ kannski ekki merkin, jafnvel þótt við séum með gleraugun á okkur. Það er vegna þess að þegar Úranus er annars vegar, þurfum við að horfa út fyrir hið augljósa.

Við þurfum að nýta okkur fíngerðari veruleika sem ekki er stjórnað af líkamlegum skilningi okkar og venjulegri skynjun.

HÆRRI BIRTING MERKÚRS

Í ríki Úranusar eru hugtök og hugmyndir mótaðar og fræjum þeirra sáð löngu áður en þær birtast. Þar verða til drög að þeim breytingum sem væntanlegar eru. Í stjörnuspeki er Úranus faðir himinsins. Þegar eldingar Úranusar hitta Jörðina kviknar rafmagn og líf myndast.

Úranus er hærri birtingin af Merkúr (hugur okkar og meðvitund), nokkurs konar æðri heili Alheimsins. Úranus hefur vítt og magnað sjónarhorn og getu til að „sjá“ handan hversdagsleikans.

Allt sem gerist á meðan Úranus er í “transit” kemur það frá æðri sviðum tilverunnar. Það sem gerist í tengslum við orku og áhrif Úranusar er alltaf hið rétta, jafnvel þótt það virðist í upphafi ekki vera það.

VELDUR PIRRINGI

Allar líkur eru á að þær breytingar sem tengjast Úranusi eigi eftir að pirra okkur, sem er nokkur sérstakt, gerandi ráð fyrir að þær séu að beina okkur í átt að hinu rétta. En af hverju eru þær að pirra okkur til að byrja með?

Vegna þess að það er bil á milli þess hvernig við skiljum heiminn (í gegnum persónulegu pláneturnar frá Sól, Tungli, Merkúr, Venus, Mars og Júpiter, upp að og með Satúrnusi) og þess, hvernig við teljum að hlutirnir eigi að vera – og þess sem er raunverulega skynsamlegt frá hærra sjónarhorni Úranusar.  

Satúrnus kennir okkur að „fylgja áætlunum“, „setja okkur markmið“, „vinna okkur að árangri“ og „reyna meira“. Til að ná markmiðum okkar fylgjum við handriti eða áætlun og höldum fast í ákveðna niðurstöðu sem við vonum að muni skila sér.

En hlutirnir fara sjaldnast eins og við ætlum.

HVERS VEGNA EKKI?

Vegna þess að í lífinu er einfaldlega um of margar breytur að ræða og það sem er skynsamlegt fyrir okkur sem einstaklinga er ekki endilega það skynsamlegasta séð frá æðra sjónarhorn Alheimsins.

Þegar hlutirnir ganga ekki eins og við höfum vænst verðum við yfirleitt svekkt. Við verðum pirruð og kennum heiminum um – eða við kennum Úranusi, plánetu hins „óvænta“ um klúðrið. Okkar innra viðnám gagnvart óvæntum breytingum er eðlilegur hluti af ferli vaxtar og þroska. Eðlileg framvinda þess að lifa lífi okkar, í samræmi við forsendur Satúrnusar.

En eftir að rykið hefur sest og við lítum til baka, sjáum við oft að inngrip Úranusar var blessun í dulargervi. Það var eins og eðlilegur hluti þróunarinnar, jafnvel þótt það væri ekki það sem við höfðum hugsað okkur.

Æðruleysi Úranusar í þeim breytingum sem hann fer með okkur í gegnum leiðir okkur að lokum nær sannleikanum og lengra á þroskabraut okkar. Kreppan sem við förum í gegnum, hversu óþægileg sem hún er, leiðir til bráðnauðsynlegra breytinga. Hún hjálpar okkur að tengjast okkur sjálfum og heiminum að fullu.

Því er gott á þessu fulla Tungli í Vatnsbera að spyrja sjálfan sig. Hverju er ég á móti og hvers vegna? Hvað er Úranus að reyna að sýna mér? Hvað er æðra sjónarhornið? Hvaða tækifæri leynast í þeim áskorunum sem ég stend frammi fyrir?

SPENNA FRÁ SATÚRNUSI

Satúrnus er á 17 gráðum í Fiskum og í vatnsmerkinu er hann að leysa upp gamla strúktúra og kerfi, sem eru ekki lengur að þjóna okkur. Hann er í 90 gráðu spennuafstöðu við Júpiter og Mars, sem eru í Tvíburum. Þeir eru að þenja út þessa upplausnarorku og hraða því ferli, auk þess sem Mars fylgir alltaf hernaðarorka og ákveðið niðurrif.

Þríhyrningur er á milli Satúrnusar og dvergpláneturnar Orcusar og Júpiters og Mars, en Orcus er pláneta sem refsar þeim sem hafa brotið eiða – en getur líka verið táknræn fyrir þá sem hafa brotið eiðana – og að upp um þá sé að komast.

Njóttu fulla Tunglsins og orkunnar í kringum það!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Hægt er að panta sér stjörnukort með því að smella HÉR

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira