c

Pistlar:

22. október 2024 kl. 7:15

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Sólin í Sporðdreka

shutterstock_2335290751Einn fyrsti erlendi stjörnuspekingurinn sem ég kynntist persónulega var Maya Del Mar heitin, sem lést árið 2006. Kynni okkar hófust í kringum 1996 í gegnum netsamskipti. Hún kom svo með hóp fólks víða að úr heiminum til Íslands árið 1999 og ég tók að mér að vera leiðsögumaður þeirra. Þegar maðurinn minn féll frá árið 2004, veitti hún mér mikinn andlegan stuðning og ég bar alla tíð mikla virðingu fyrir henni. Hún stofnaði stjörnuspekivefinn Daykeeper Journal, en eftir lát hennar tóku dætur hennar við keflinu og hafa haldið áfram með hann.

Síðastliðna helgi var ég að fletta í gegnum Daykeeper vefinn og rakst þá á skýringar Maya fyrir Sporðdrekann, en Sólin fer inn í merkið þann 22. október þetta árið. Ég tók ákvörðun um að þýða greinina hennar og fylgir hún hér á eftir

SPORÐDREKINN

“Sporðdrekinn er öflugur, því hann hefur kjark til að kafa til botns I málum og fara í gegnum blekkingar og tálsýnir hins falska egós, til að komast að kjarna raunveruleikans, sem er alltaf mikilvægast. Sporðdrekinn verður reyndar að gera þetta, því það er hlutskipti hans.

Sporðdrekatímabil ársins fær okkur til að horfast í augu við okkur sjálf. Í Voginni fundum við okkur sjálf í gegnum það að gefa og þiggja í samböndum, í gegnum það að sjá okkur sjálf speglast í hinum. Í Sporðdrekanum horfumst við í augu við okkur sjálf eins og við erum í raun og veru.

FELLUM GRÍMUNA

Við þurfum öll að fella grímuna sem hefur verið nauðsynleg til að vernda það sem við höfum falið og það yfirborðskennda og förum að sjá karakter okkar eins og hann virkilega er, með alla sína styrkleika og veikleika. Einungis með því að horfast í augu við okkur sjálf getum við þekkt  möguleika okkar, kraft okkar til að þroskast og ná árangri. Einungis með því að fella sjálfsblekkinguna og falsheitin getur við náð sambandi við hinn skapandi anda, sem er í kjarna okkar og er sífellt að umbreyta okkur.

Það er yfirleitt í gegnum krísur og átök, sem okkur er þröngvað til að líta inn á við, til að deyja hluta sjálfsins, til að fella falska yfirborðið og öðlast betri skilning á því hver við í raun erum. Þess vegna þvingar Sporðdrekinn okkur til að hræra upp í leyndarmálum sem sópað hefur verið undir teppið, kafa dýpra eftir sannleikanum og opna fyrir leiðir svo þessir duldu þættir geti komist upp á yfirborðið.

FERLIÐ ER KREFJANDI

Ef við vinnum með þessum krafti Sporðdrekans til að þroskast, getum við náð miklum árangri í að byggja upp styrk og aukinn vöxt. Ferlið er krefjandi, því það krefst dauða og endurfæðingar. Meðan á tíma Sporðdrekans stendur þurfum við að sleppa öllu því gamla sem er ekki lengur viðeigandi og skera á samskipti sem þjóna okkur ekki lengur. Hvert rof eða slit leyfir okkur að endurfæðast okkur sjálfum á ný og taka nýtt skref inn í þá djúpu heima sem innra með okkur búa.

ÞRJÚ TÁKN SPORÐDREKANS

Það eru þrjú tákn fyrir Sporðdrekann. Það er Sporðdrekinn sjálfur sem stingur til dauða; Snákurinn sem annað slagið fellir haminn og á honum vex nýr; og Örninn sem svífur hátt og er með öfluga tengingu við andann.

Þetta eru þrjár leiðir Sporðdrekans:

  • Sem Sporðdrekinn sem leitar oft inn á svið hins dularfulla og stundum myrka í lífinu, hugsanlega með neikvæðri þráhyggju.
  • Sem Snákurinn sem einbeitir sér með mikilli vinnu að sjálfsendurnýjun – og rífur upp hið sjálfselska og umbreytir því í styrk og göfuglyndi.
  • Sem Örninn sem hefur getu til að nota sína andlegu krafta til að lyfta öðrum upp.

SPORÐDREKINN LEITAR ÁSKORANA

Sporðdrekaorkunni fylgir löngun til að láta hlutina renna saman – til að setja allt í einn pott og skapa eitthvað úr blöndunni – barn, fyrirtæki, listaverk, lögsóknarmál, skapandi lífsmarkmið eða heilun. Frjósemi á öllum sviðum er mjög mikil meðan Sólin er í Sporðdrekanum.

Sporðdrekinn leitar eftir prófum og áskorunum og það verða hindranir á veginum. Ef við tengjum okkur við okkar andlega eðli, getum við sótt í þann styrk sem við þurfum til að komast í gegnum erfiðleikana og finna lausnir á þeim.

Tækifærið meðan Sólin er í  Sporðdrekamerkinu felst í því að öðlast dýpri skilning á okkur sjálfum og hvað við getum náð árangri í til það losa um kundalini orkuna okkar.”

Í LOKIN: Vegna þeirrar orku sem er í gangi og þeim umbreytingum sem við erum að fara í gegnum er að mínu mati nauðsynlegt að eiga stjörnukort, bæði til að skilja sig betur, sama undir hvaða stjörnumerki maður er fæddur – en ekki síður til að eiga auðveldar með að bregðast við þeim breytingum sem framundan eru. Þú getur pantað þér stjörnukort með því að SMELLA HÉR!

Mynd: Shutterstock.com

YouTube rás: Gudrun Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira