c

Pistlar:

1. nóvember 2024 kl. 7:36

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Magnaðar plánetuafstöður í nóvember

Nýtt Tungl 01.11.24Nóvember árið 2024 markast af einni mikilvægustu umbreytingu ársins – eða öllu heldur

áratugarins: Plútó fer inn í Vatnsberann.

Það er erfitt að undirstrika nægilega vel hversu mikilvæg þessi breyting er. Tilfærsla Plútós úr Steingeit yfir í Vatnsbera markar djúpstæð umskipti - frá hefð og uppbyggingu yfir í nýtt tímabil nýsköpunar og sameiginlegra hugsjóna.

Þegar Plútó fer inn í nýtt merki (og þetta gerist bara einu sinni á 20 ára fresti að meðaltali), breytist líf okkar og samfélagið í heild á áður óþekktan hátt. Sem dæmi má nefna að um svipað leyti og Plútó fór síðast inn í Vatnsberann varð Bastillu uppreisnin í Frakklandi og Borgarastyrkjöld í Bandaríkjunum.

Um svipað leyti kom Kóperníkus fram með þá kenningu að það væri Jörðin sem færi einn hring um Sólina á sólarhring, en ekki öfugt. Með hliðsjón af þessu eru því framundan STÓRAR breytingar á meðvitund okkar og skilningi á heimsmyndinni.

FIMM PLÁNETUR FARA Á MILLI MERKJA

Nóvember færir okkur nýtt sjónarhorn á hlutina, þar sem fimm plánetur fara á milli merkja, en það eru: Sól, Merkúr, Venus, Mars og auðvitað Plútó. Einnig koma tvær plánetur til með að breyta um stefnu: Satúrnus fer beint áfram þann 16. nóvember og Merkúr breytir um stefnu til að fara afturábak þann 26. nóvember og biður okkur um að endurskoða markmið okkar (Merkúr í Bogmanni) og meta langtíma arfleifð okkar (Satúrnus í Fiskum).

Eitt kemur til með að leiða af öðru og í lok mánaðar gætum við staðið og velt fyrir okkur - Hvað gerðist eiginlega? En skoðum helstu breytingar mánaðarins.

NÝTT TUNGL Í SPORÐDREKA

Þann 1. nóvember 2024 kveiknar nýtt Tungl á 9 gráðum í Sporðdreka. Þetta Tungl veitir okkur stuðning, því það er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Satúrnus í Fiskum. Nýja Tunglið hvetur okkur til einbeittrar skuldbindingar og djúprar sjálfskoðunar (Sporðdrekinn) og hjálpar okkur að samræma markmið okkar við æðstu hugsjónir okkar (Fiskar). Með stöðugleika Satúrnusar, koma öll fræ sem gróðursett eru núna til með að eiga möguleika á að vaxa og verða falleg blóm.

MERKÚR FER INN Í BOGMANNINN

Þann 2. nóvember 2024 yfirgefur Merkúr Sporðdrekann og fer inn í Bogmanninn. Í Bogmanninum leitar Merkúr að „merkingu alls“, en getur hins vegar í leit sinni að heildarmynd sannleikans, stundum horft framhjá mikilvægum smáatriðum. Merkúr er kannski ekki á besta stað þegar hann er í Bogmanninum, en hann er forvitinn og vill vita meira, en lífið snýst ekki bara um kaldar erfiðar staðreyndir. Stundum þurfum við góða Bogmannssögu og Merkúr í Bogmanni er sögumaður stjörnumerkjahringsins. Merkúr í Bogmanni vefur saman staðreyndir og merkingu til að búa til stærri frásögn.

Þegar Merkúr er í Bogmanninum verðum við hugmyndaríkari og meira leitandi. Samskipti okkar verða litríkari og meira grípandi. Sjónarhorn okkar á heiminn stækkar og við förum að sjá heiminn í gegnum Bogmannslinsu möguleika og ævintýra.

MARS Í ANDSTÖÐU VIÐ PLÚTÓ

Þann 3. nóvember 2024 verður Mars á 29 gráðum í Krabba í andstöðu við Plútó á 29 gráðum í Steingeit. Styrkur þessarar afstöðu hefur hægt og rólega verið að byggjast upp og mun ná hámarki þennan dag. Þessi andstaða plánetanna kemur til með að vara óvenju lengi, vegna þess að Mars fer aftur á bak á tímabilinu, en það hefst núna og stendur fram að 27. apríl 2025.

Mars og Plútó eru í raun í andstöðu í 6 mánuði sem er met í tímalengd og segir okkur margt um breytingarnar sem líklegar eru til að fylgja afstöðunni.

Mars heldur áfram að takast á við Plútó (andstaða er spennuafstaða) þegar hann færist yfir í Vatnsberann, en sú tilfærsla markar mögnuð umskipti. Búast má við öflugum breytingum, svo fylgstu vel  með helstu fréttum á þessum tíma!

MARS FER INN Í LJÓNIÐ

Þann 4. nóvember 2024 yfirgefur Mars Krabbann og fer inn í Ljónið. Einhverra hluta vegna tökum við alltaf eftir því þegar pláneta færist inn í Ljónið, því orka Ljónsins snýst um að hafa áhrif. Ekki vegna þess að Ljónið sé alltaf að leita eftir athygli, heldur vegna þess að stjörnumerkinu er stjórnað af Sólinni. Eðli málsins samkvæmt geislar Ljónið frá sér ljósi, hlýju og góðri nærveru og því fer orka þess ekki framhjá neinum.

Þegar Mars - djarfasta plánetan - heldur inn í Ljónið, megum við búist við því að hitastigið hækki nokkurn veginn strax. Með Mars í Ljóni, munum við eiga auðveldara með að tengjast hjörtum okkar og grípa til aðgerða út frá heilindum og trausti.

Hins vegar er þetta ekki venjulega tilfærsla Mars á milli merkja. Mars mun stöðvast á 6 gráðum í Ljóni til að fara afturábak þann 7. desember, sem þýðir að áhrifanna frá Mars í Ljóni mun gæta lengi. Plánetan kemur til með að fara alveg aftur í Krabbann á þessu afturábak ferli sínu og fara svo aftur inn í Ljónið þann 18. apríl 2025 og vera þar til 17. júní 2025. Við eigum því eftir að tala um áhrifin frá Mars í Ljóni í langan tíma.

Fylgist vel með því sem gerist daginn sem Mars fer inn í Ljónið, því öll þemu sem koma upp þá eru líkleg til að koma upp aftur og aftur næstu mánuði.

VENUS FER INN Í STEINGEIT

Þann 11. nóvember 2024 fer Venus inn í Steingeitina. Plánetan Venus er táknræn fyrir það sem okkur líkar vel við og það sem við metum. Steingeitin er metnaðarfull og stefnumótandi. Þegar Venus er í Steingeit, verðum við ákveðnari og útpældari í því hvað við í raun og veru viljum. Viðmiðin okkar koma því til með að hækka.

Steingeitin vill hafa hlutina á tæru, svo ef þú ert eitthvað óviss um hvar þú ert á þroskabraut þinni, stígur Venus í Steingeit inn og hjálpar þér að negla niður forgangsröðun þína. Þegar þú veist hvað þú vilt, er ekkert sem hindrar þig í að laða það inn í líf þitt.

FULLT TUNGL Í NAUTI

Fullt Tungl 15.11.24Þann 15. nóvember 2024 verður Tunglið fullt á 24 gráðum í Nauti. Þetta er öflugt - og að öllum líkindum ófyrirsjáanlegt fullt Tungl, vegna þess að það er í samstöðu við Úranus á 25 gráðum í Nauti. Með þessari nánu samstöðu er ekki hægt að komast hjá áhrifum Úranusar; svo okkur kann að vera ýtt út fyrir þægindaramma okkar. Þessari afstöðu geta fylgt nýjungar og skyndilegur skilningur, sem í felast ný tækifæri. Þegar Úranus er annars vegar snúast hlutirnir alltaf um möguleika sem tengdir eru æðri tilgangi okkar.

Auk afstöðu við Úranus er Tunglið í samhljóma 120 gráðu afstöðu við Plútó í Steingeit og í 60 gráðu samhljóma afstöðu við Neptúnus í Fiskunum, sem eykur dýpt og tilfinningu fyrir innblásnum möguleikum. Fulla Tunglið í Nauti hvetur okkur til að umfaðma breytingar, sleppa tökum á takmarkandi hegðunarmynstrum og tengjast innsæi okkar til að fá meiri skýrleika.

SATÚRNUS FER FRAM Á VIÐ

Þann 16. nóvember 2024 stöðvast Satúrnus til að breyta um stefnu og fara svo beint fram á við á 12 gráðum í Fiskum. Þegar Satúrnus er í kyrrstöðu til að fara fram á við, magnast áhrif plánetunnar. Þetta er því frábær tími til að hrista upp í stöðnuðum verkefnum og koma þeim áfram.

Það er ástæða fyrir því að Satúrnus er í stjörnuspekinni kallaður „kennarinn mikli“. Engin önnur pláneta kennir okkur jafn mikið um lífið og Satúrnus gerir og engin önnur pláneta getur umbunað okkur jafn innilega. Þegar Satúrnus heldur aftur fram á við, fáum við stuðning til að takast á við og leysa fyrri málefni eða tilfinningalegar (Fiskar) blokkeringar (Satúrnus) sem kunna að hafa komið upp á yfirborðið meðan á afturábak tímabilinu stóð.

Eitt lykilþema Satúrnusar í Fiskum er að læra um tilfinningaleg mörk. Tilfinningaleg mörk geta verið lúmsk, allt frá því að hunsa manns eigin innri rödd og að gefa eftir undan væntingum annarra, yfir í það að deila of miklu í ómeðvitaðri tilraun til að ná athygli.

Að setja heilbrigð tilfinningaleg mörk þýðir (a) að treysta og starfa í takt við sannar tilfinningar okkar og (b) taka ábyrgð á tilfinningum okkar og deila þeim yfirvegað með réttu fólki og í viðeigandi samhengi.

PLÚTÓ FER INN Í VATNSBERANN

Þetta er STÓRI DAGURINN, því þann 19. nóvember 2024 fer Plútó inn í Vatnsberann. Plánetan fer formlega yfir þröskuldinn og byrjar þar með tveggja áratuga ferð sína í gegnum Vatnsberann. Já, 20 ár í Vatnsbera og margir spá kannski í það hvort þeir verði enn á lífi árið 2044?

Þegar fjarlægasta plánetan í sólkerfinu, eða sem var það áður en Dvergpláneturnar komu til sögunnar, fer á milli merkja er það mikið mál. Við erum að tala um breytingar sem munu hafa áhrif á samfélagsgerð okkar – sem og hvert og eitt okkar, bæði á sameiginlegum og persónulegum vettvangi.

Þessi orka kemur okkur þó ekki alveg á óvart, því við fengum smá reynslu af Plútó í Vatnsbera, þegar hann fór þar inn í 6 vikur, frá 23. mars 2023 til 11. júní 2023, og síðan aftur í 7 mánuði frá 21. janúar 2024 til 1. september 2024. Auk þess gaf nýleg ferð Satúrnusar og Júpíters í gegnum Vatnsberann (2020-2023) okkur sýnishorn af Vatnsberaþemum og hvað þau þýða í heiminum í dag.

En að þessu sinni er þetta öðruvísi. Plútó fer inn í Vatnsberann fyrir fullt og allt. Það verður ekki aftur snúið. Þessi tilfærsla á milli merkja býr yfir hátíðlegum, næstum örlagaríkum eiginleikum, líkt og farið sé yfir þröskuld. Plútó mun ekki snúa aftur inn í Steingeitina og hlutirnir verða aldrei alveg eins. Samhliða því að við ljúkum langri ferð Plútós í gegnum Steingeitina, gefst tækifæri til að setja sér ásetning fyrir næstu tvo áratugina.

SÓLIN FER INN Í BOGMANNINN

Þann 21. nóvember 2024 fer Sólin inn í Bogmanninn. Hamingjóskir til allra Bogmanna! Með þessari umbreytingu er áhuginn endurheimtur þegar nær dregur jólahátíðinni og öðrum desemberhátíðum. Tímabil Bogmannsins felur í sér bjartsýni og úrþenslu, þar sem fagnað er Þakkargjörðarhátíð, Nikulásardeginum og öðrum helgum hátíðum.

Þann 8. desember fagna margir líka Bodhi-deginum eða uppljómunardeginum, en það er dagurinn sem Búddha á að hafa fengið uppljómun, sannkallaða visku og æðri skilning. Bogmannstímabilið er frábær tími til að víkka sjóndeildarhringinn, njóta lífsins og undirbúa sig fyrir það sem áramótin munu bera í skauti sér.

MERKÚR FER AFTUR Á BAK

Þann 26. nóvember 2024 breytir Merkúr um stefnu og fer afturábak á 22 gráðum í Bogmanni. Merkúr mun vera á ferð afturábak til 16. desember, þegar hann stöðvast á 6 gráðum í Bogmanni. Sértu með plánetur eða afstöður á milli 6-22 gráður í Bogmanni (eða í hinum breytilegu

merkjunum: Tvíburum, Meyju eða Fiskum), eru líkur á að þú finnir mikið fyrir þessu afturábak ferli Merkúrs.

Á þeim þremur víkum sem Merkúr er á ferð afturábak, mun hann verða í 90 gráðu spennuafstöðu við Satúrnus í Fiskum og í 180 gráðu andstöðu við Júpiter í Tvíburum, sem hvetur til ítarlegs endurmats á hugarfari okkar.

Andstaðan við Júpíter hvetur okkur til að kanna stórar hugmyndir og nýja möguleika, á meðan 90 gráðu spennuafstaðan við Satúrnus mun halda okkur í skefjum með spurningunni: "Er þetta raunhæft?".

Þetta er frábær tími til að efast um forsendur, skoða aðstæður frá nýjum sjónarhornum og komast að betri lausnum. Merkúr í Bogmanni hefur áhyggjur af langtímamarkmiðum okkar. Tíminn meðan Merkúr er á ferð afturábak er því fullkominn tími til að endurskoða þessi markmið og gera á þeim breytingar, til að þau samræmast okkar raunverulegu framtíðarsýn og gildum.

STJÖRNUKORT: Ef þú átt ekki nú þegar persónulegt stjörnukort, er hægt að panta slíkt með því að SMELLA HÉR!

Myndir: Stjörnukort fyrir Reykjavík á nýju og fullu Tungli

Heimild: Þýtt og endursagt úr grein á AstroButterfly.com

YouTube rás: Gudrun Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira