c

Pistlar:

20. desember 2024 kl. 12:13

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Vetrarsólstöður 2024

trees-7682615_1280Það verður nýr vendipunktur í orkuflæðinu þann 21. desember, því þá verða Vetrarsólstöður klukkan 09:21 hér á landi. Vetrar- og sumarsólstöður, svo og jafndægur á vori og hausti er mikilvægir tímapunktar, því þeir virka eins og bakgrunnur fyrir næstu þrjá mánuði sem á eftir fylgja. Við fögnum endurkomu „ljóssins“ á Vetrarsólstöðum, því nú fer smátt og smátt að birta aftur. Þessi árstími hefur því alltaf verið mikilvægur fagnaðartími á norðurhveli jarðar.

Slæðan milli vídda er þynnri á þessum tímapunktum og geta okkar til að nema upplýsingar frá hærri sviðum er auðveldari. Við erum að auka andlegt næmi okkar, en við Vetrarsólstöður fer Sólin inn í Steingeitina. Steingeitin vill gjarnan byggja upp til langs tíma svo það verður mjög áhugavert að sjá hvaða skilaboð felast í þessum Vetrarsólstöðum núna, því líklegt er að 2025 verði ótrúlega viðburðaríkt, kraftmikið og sögulegt ár.  

MIKILVÆGUR VALPUNKTUR

VetrarsólstKortið fyrir Vetrarsólstöðurnar er um margt áhugavert, en við erum með T-spennuafstöðu á milli Sólar á núll gráðu í Steingeit, Norðurnóðunnar á 2 gráðum í Hrút og Suðurnóðunnar (almennt aldrei teiknuð inn á kort er er í 180 gráðu afstöðu við Norðurnóðuna) á 2 gráðum í Vog. Allar þessar afstöður eru á Öxli Alheimsins – sem kallast svo þegar plánetur eru í Kardinála merkjum á milli 0-2 gráður, en Kardinála stjörnumerkin eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit. Þessar Vetrarsólstöður marka því mikilvægan vendipunkt hjá mannkyninu.

Valið snýst eins og oft hefur komið fram í stjörnuspekiskýringum liðinna ára á milli þess hvort við veljum að lifa í kærleika eða í ótta. Þar sem Norðurnóðan, sem er örlagaleið okkar sameiginlegu sálarheildar, er í Hrútnum snýst þessi afstaða um fullveldi eða sjálfræði okkar. Neptúnus er í samstöðu við Norðurnóðuna, svo þetta tengist í raun andlegu fullveldi okkar eða því að vera andlegur stríðsmaður eins og sumir orða það.

Suðurnóðan er í Vog og því erum við að læra að hætta að vera meðvirk, bara til að þóknast öðrum. Skuggahlið Vogarinnar (Suðurnóðan) er að þora ekki að rugga bátnum, heldur fylgja meirihlutanum, á meðan Hrúturinn (Norðurnóðan) er mjög beinskeyttur og hreinskilinn og talar út frá og stendur á skoðunum sínum.

NORÐURNÓÐAN OG MANWE

Þar sem Norðurnóðan er í samstöðu við Neptúnus erum við hvött til að standa sem andlegir stríðsmenn vörð um fullveldi okkar.  Norðurnóðan er einnig í samstöðu við dvergplánetuna Manwe (ekki teiknuð á kortið) sem er á innan við 6 mínútum frá henni, en í mýtunni sköpuðu Manwe og kona hans Varda Alheiminn. Það að Manwe sé á Öxli Alheimsins í samstöðu við Norðurnóðuna á Vetrarsólstöðum er í raun tákn um stórt nýtt upphaf. Þema þess er sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu og frekari aðgreining tímalína á milli þeirra sem lifa í kærleika og þeirra sem lifa í ótta.

Það tekur Manwe 288 ár að fara einn hring um sporbaug sinn og því er plánetan ekki oft í samstöðu við Norðurnóðuna. Plútó er líka á núll gráðu í Vatnsbera, en hann fór inn í það merki þann 19. nóvember og verður þar fram í janúar árið 2044. Vatnsberinn er mjög tengdur vetrarbrautaverum í geimnum og þar sem við erum ein af þeim verum sem búa í Galaxýinu er áhugavert hversu mörg geimskip hafa sést undanfarið, hvort sem þau eru raunveruleg eða psyop.

SATÚRNUS OG JÚPITER

Þann 21. desember árið 2020 varð það sem kallað var „hin mikla samstaða“ milli Satúrnusar og Júpiters á núll gráðu í Vatnsbera, sem kom af stað 140-150 ára hringferli með endurteknum samstöðum þessara pláneta í loftmerkjum – því Vatnsberinn er loftmerki, ekki vatnsmerki. Þar sem Plútó er nú á sömu gráðu og þessar pláentur voru á árið 2020, er verið að endurvirkja afstöðu þeirra, en þær tengjast þemum eins og frelsi, mannréttindum, borgaralegum réttindum og því að völdin fari að færast yfir til fólksins. Einnig byltingu í tækninýjungum, hraðri þróun í gervigreind, aukinni tengingu við aðrar Vetrarbrautir og nýjum uppgötvunum á sviði heilsu og heilbrigðismála.

 Á þessum Vetrarsólstöðum erum við líka með öfluga T-spennuafstöðu á milli Júpiters á 14 gráðum í Tvíburum, Satúrnusar á 13 gráðum í Fiskum og Tunglsins á 13 gráðum í Meyju, en þetta eru allt breytileg merki. Í raun er þarna um tvöfaldan þríhyring að ræða, því það er líka T-spennuafstaða við Merkúr í Bogmanni – og þessir tvöföldu þríhyrningar mynda ferning í kortinu.

SNÍKJUDÝR OG BAKTERÍUR

Þessi afstaða er mjög merkileg í alþjóðlegum skilningi og áhugaverð vegna þess að í fyrsta lagi er Tunglið í Meyju mjög oft tengt almennri líkamlegri heilsu, einkum þó þörmum okkar og örsmáum hlutum sem geta haft truflandi á hrif á heilsuna eins og bakteríum og sníkjudýrum. Tunglið er hér í samstöðu við dvergplánetuna Orcus, sem er nefnd eftir Etrúískum guði sem refsaði þeim sem brutu helg lög með því að fara með þá niður í undirheimana og fá þá til að sjá villu síns vegar og taka út sína refsingu.

Júpíter er að stækka það sem þetta snýst um með því að sprengja það í loft upp, því Júpíter í Tvíburum er að þenja út allar staðreyndir og upplýsingar – að öllum líkindum á samfélagsmiðlunum.  Satúrnus er svo í Fiskunum en þar tengist hann blóðinu og ónæmiskerfinu, svo þetta virkar sem nokkurs konar raunveruleikaskoðun.

„BULLIÐ ENDAR HÉR“

Satúrnus er í 120 gráðu afstöðu við plánetuna Nessus (ekki teiknaður inn á kortið), sem er á 17 gráðum í Krabba. Eitt af stóru þemunum í tengslum við goðsögn hans tengist eitrun og gaslýsingu, en jafnframt því að „bullið endar hér“. Satúrnus virkar sem raunveruleikatékk á staðreyndirnar, svo þetta verður mjög áhugavert tímabil. Þessi 90 gráðu spennuafstaða milli Satúrnusar og Júpiters, er fyrsta sterka afstaðan milli plánetanna frá því á Vetrarsólstöðum þann 21. desember 2020 – og því sem var að gerast þá.

Eins og þú manst kannski þá var verið að setja fyrstu bóluefnin á markað þann mánuð og um svipað leyti var haldinn stór fundur um hættulega farsótt sem gæti orðið alþjóðlegt heilsufarsáhyggjuefni. Afstaðan milli þessara tveggja pláneta verður nákvæm upp á gráðu á aðfangadagskvöld, þann 24. desember – svo þetta verður áhugaverður tími.

DÓMGREIND OG SANNLEIKUR

Meyjan er mjög táknræn fyrir dómgreind, en Júpiter tengist sannleikanum og getur verið mjög sértækur um sannleikann og smáatriðin. Við þurfum að meta hvað er rétt og hvað sé rangt og þurfum væntanlega að treysta á innsæið líka þegar að því mati kemur, því bæði Tvíburunum og Meyjunni er stjórnað af Merkúr. Júpiter er sterkur þáttur í þessari afstöðu því hann er í 180 gráðu spennuandstöðu við Merkúr sem er á 8 gráðum í Bogmanni. Þessi málefni tengist því öll sannleikanum og ákveðinni þráhyggju við að komast til botns í málum og koma sannleikanum upp á yfirborðið.

MARS OG PLÚTÓ

Mars á 4 gráðum í Ljóni er í 180 gráðu spennuandstöðu við Plútó á núll gráðu í Vatnsberanum. Hann var það líka þann 3. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þessi afstaða getur tengst reiði og auknum áköfum tilfinningum. Hún verður aftur nákvæm þann 3. janúar 2025 og getur þá tengst reiði eða hrárri valdbeitingu í einhverju stríðstengdu, því plánetan Mars er táknræn fyrir stríðsguðinn sem hún er nefnd eftir. 

Við verðum að sjá hvað kemur í ljós, en þessi orka er mjög sterk. Sólin er líka í samstöðu við dvergplánetuna Ixion, sem er á 5 gráðum í Steingeit. Plánetan Ixion er líka í sinni lægri birtingu tengd einhvers konar frumreiði eða yfirgangi, því Ixion tekur það sem hann ásælist án þess að skeyta nokkru um þarfir annarra. Æðri birtingin á Ixion er hins vegar sú að hann gefur okkur styrk til að stíga út fyrir okkar venjulega félagslega umhverfi og finna einfalda leið til gleði, svo við veljum eins og alltaf hvaða birtingu við sýnum.

JÚPITER, VENUS OG CHARICLO

Júpiter á 14 gráðum í Tvíburum er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Venus á 16 gráðum og Chariclo á 14 gráðum (ekki á kortinu) í Vatnsbera. Júpíter er að efla þessa Venusarorku, sem er auðvitað alltaf tengd ást og kærleika. Þar sem Venus er í Vatnsbera, má líka líta á þessa afstöðu sem einhvers konar eflingu á alheimskærleika.

Chariclo var í goðsögninni eiginkona Chiron, en hún er nokkurs konar „ljósmóðir“ sálnanna og er til staðar þegar líkamarnir skipta um tilveru frá lífi til dauða, svo og við meðvitundarbreytingar hjá okkur mannfólkinu. Hún heldur einfaldlega hinu helga rými fyrir okkur með tilveru sinni og orka hennar er ótrúlegan heilandi. Það getur því orðið heilun á heimsvísu með þessari orku – því við verðum að verða „breytingin sem við viljum sjá verða í heiminum“ eins og Ghandi sagði.

MAGNAÐ ÁR FRAMUNDAN

Gott er að hafa í huga að dagurinn fyrir Vetrarsólstöður (20.12.24) er sérstaklega orkumikill, vegna þess að samkvæmt kenningum og mælingum líf-jarðfræðingsins Rory Duff, verða allar orkulínur jarðar mjög öflugar þann dag og umbreytingarorkan er því mikil.

Stutt er í að við fögnum nýju ári, en gera má ráð fyrir að árið 2025 verði mögulega það stærsta og magnaðasta sem við höfum upplifað hingað til á ævi okkar.

ATH: STJÖRNUKORTIN mín eru ólík öðrum, því í þeim koma dvergpláneturnar fram, en þær eru plánetur framtíðarinnar. Kortin eru á tilboði með 30% afslætti til aðfangadags. SMELLTU HÉR til að panta jólagjöf fyrir þig eða þá sem þér þykir vænt um.

Heimildir: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory

Myndir: Stjörnukort fyrir Vetrarsólstöðurnar - mynd Siobhan McNamara frá Pixabay

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira