c

Pistlar:

13. janúar 2025 kl. 7:01

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Fullt Tungl í kvöld

F.T.13.01.25Tunglið verður fullt á 24 gráðum í Krabba klukkan 22:27 í dag, þann 13. janúar og er þetta Tungl ársins gjarnan kallað Úlfatunglið. Þar sem fullt Tungl er hámark hringrásar Tunglsins og Krabbinn stjórnar Tunglinu, er líklegt að tilfinningar hjá fólki verði í hámarki í dag. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að hagnýtu öryggi (Sól á 24 gráðum í Steingeit í samstöðu við Plútó á fyrstu gráðu í Vatnsbera) og tilfinningalegu öryggi fólks (Tungl á 24 gráðum í Krabba).

VERNDUM ÞÁ SEM VIÐ ELSKUM

Við munum vilja vernda þá sem við elskum og finna fyrir eigin innra öryggi. Krabbinn sér fortíðan gjarnan í ljóma, dreymir um sterk fjölskyldubönd og hlýleg og verndandi heimili.  Þar sem Mars er í samstöðu við Tunglið, getur verið að við finnum harkalega fyrir þessum þáttum í kringum þetta fulla Tungl.

Bandaríkin eru dálítið í brennideplinum á þessu fulla Tungli, enda hefur það sterk áhrif inn á kort þjóðarinnar. Eldarnir á Los Angeles svæðinu hafa skilið þúsundir eftir heimilislausa og í reynd allslausa, svo öryggi fólks er mjög ógnað.

NORÐURNÓÐAN Í NÝJU MERKI

Norðurnóðan hefur verið á síðustu gráðunni í Hrútnum undanfarnar vikur, en Hrúturinn táknar frumeldinn og þegar plánetur eru á síðustu gráðu Hrútsins, eða í raun hvaða merkis sem er, táknar það oft neikvæða þætti sem þarf að hreinsa upp.

Nóðurnar fara á milli merkja á átján mánaða fresti. Norðurnóðan var síðast á síðustu gráðunni í Hrútnum í júní árið 2006, þegar tilkynnt var um mjög mikinn fjölda skógarelda, eða rúmlega sextíu þúsund, víðsvegar um ríki Kaliforníu, Ohio og Nevada í Bandaríkjunum.

MARS ÁHRIFAMIKILL

Plánetan Mars mun verða á sínum áhrifamesta stað á núverandi braut sinni frá og með deginum í dag og fram til 17. janúar. Plánetan er á ferð afturábak um sporbaug sinn og mjög nærri Jörðinni, þótt hún sé utan marka eða fyrir utan 23 gráður á sólbaug.

Plútó verður í nákvæmri samstöðu við Tunglið á 26 gráðum í Krabba og í nákvæmri spennuandstöðu við Sólina á 26 gráðum í Steingeit dagana 15. og 16. janúar. Líklegt er að í kringum þann tíma gangi hlutirnir ekki upp eins og við vildum að þeir gerðu. Við getum því þurft að losa um orkuna okkar í gegnum líkamlega hreyfingu, eins og til dæmis í ræktinni.

HALTU INNRI RÓ

Eins og með svo margar afstöður plánetanna á komandi ári gildir að halda innri ró. Merkúr á 8 gráðum í Steingeit er í samstöðu við dvergplánetuna Quaoar en plánetan er nefnd eftir sköðunarguði Tonga fólksins. Það bjó eitt sinn á því svæði sem Los Angeles er núna tilbað Quaoar með söng og dansi, svo söngur og hvers konar hreyfing getur hjálpað okkur að halda innri ró og jafnvægi á lífi okkar.

ÓUPPGERÐ MÁL

Dvergplánetan Orcus er í tólfta húsi kortsins, sem bendir til þess að óuppgerð mál sem fólki verður refsað fyrir eigi eftir að koma upp á yfirborðið í kringum þetta fulla Tungl. Venus og Satúrnus í Fiskum eru í samstöðu og í 90 gráðu spennuafstöðu við Júpiter í Tvíburum. Ramminn sem við höfum sett um líf okkar er að falla og líklegt er að mikið verði um tilfinningatal í tenglsum við það, einkum á samfélagsmiðlunum.


Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum
www.gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira