Í komandi viku, nánar tiltekið þann 18. febrúar sameinist pláneturnar Sól, Merkúr, Venus, Satúrnus og Neptúnus í Fiskunum, merki um töfrafiska sem synda ósýnilega undir yfirborði vatnsins. Fljótandi orka þeirra streymir inn í sálarlíf og heim okkar núna, þar sem að okkur kann að finnast að traust mannvirki (stofnanir, kerfi) séu að leysast upp fyrir augum okkar.
FISKARNIR
Fyrir margt löngu skrifaði góð vinkona mín, stjörnuspekingurinn Maya del Mar sem lést árið 2006, eftirfarandi pælingar um Fiskana og áhrif þeirra á okkur og umhverfi okkar. Mér finnst viðeigandi að rifja þær upp núna.
Stjörnumerkið Fiskarnir, eru það síðasta af stjörnumerkjunum tólf. Merkið eða staðurinn þar sem líf okkar allra, velgengni og mistök, ást og hatur, fortíð og framtíð, ljós og myrkur, eru samþætt. Þar sem sál okkar og persónuleiki okkar mætast loksins - og sameinast.
Í Vatnsbera tókum við leiðarstjörnu okkar og hugsjónir, inn í líf okkar. Núna í Fiskunum getum við snert þann innri anda í okkur sjálfum sem upplýsir okkur hvernig við lifum í samræmi við þessar hugsjónir. Við getum notað þetta stjörnuljós til að fara í gegnum myrkur ólokinna verka, og eld þess til að brenna burt það sem eftir situr eftir ferðalag okkar um stjörnumerkin. Það var Fiskabarn sem gat sagt: "Sjáðu, keisarinn á engin föt!"
FISKARNIR ERU VATNSMERKI
Öll vatnsmerki eru lækninga- og brúarmerki. Í gegnum þau snertum við rafrænar hreyfingar okkar, sem bókstaflega hvetja okkur til hreyfingar, fá okkur til að tjá það sem hefur raunverulega merkingu fyrir okkur. Tenging Fiskanna við réttan skilning okkar kemur fram í tengslum hans við fæturna, sem standa undir okkur.
Vatnsmerki eru í sambandi við þjáningu og mest þjáningin verður til við það að sleppa tökum á einhverju sem við höldum okkur við. Í loftmerkjunum, sem eru á undan vatnsmerkjunum, höfum við tilhneigingu til að hanga á úreltum hugmyndum, viðhorfum, sjónarmiðum og hugsunarhætti. Nú, í Fiskunum, leyfum við innsæinu að vinna með huganum að því að aðskilja hið mikilvæga frá hinu smáa, svo að við getum sleppt ónauðsynlegum hlutum.
LJÚKUM VERKINU
Í Fiskunum, síðasta vatnsmerkinu, verðum við að fara alla leið, við verðum að ljúka verkinu. Það er kominn tími til að fara í gegnum þá myndbreytingu sem leiðir til umbreytingu allra þessara jarðnesku tengsla sem binda aðeins persónuleikann. Opna þarf leiðina fyrir sálina.
Orkan fyrir þetta innra miskunnarleysi er eins og hið mikla sjávardjúp. Á kyrrðartímum eyðir sjórinn landinu óumflýjanlega en þó ekki á áberandi hátt. Á stormatímum geta flóðbylgjur og fellibyljir skilið eftir hrikalegar afleiðingar. Alltaf tekur sjórinn til sín rusl. Við sjáum það á ströndum og í netum sjómanna.
HREINSUN ER MARKMIÐIÐ
Það er á tíma Fiskanna sem við tökum þátt í föstu og iðrun föstunnar. Við erum að undirbúa rýmið fyrir endurfæðingu Hrútsins á vorjafndægrum. Myrkravinnan er á lokastigi og það þarf að hreinsa út alla draugana sem eftir sitja, ef við ætlum að tileinka okkur heilindi.
Það opnast fyrir ímyndunarafl okkar. Við snertum stóru sinfóníu sviðanna. Þegar við styrkjum innri fókus okkar getur tilgangur okkar orðið skýr. Í Fiskunum þurfum við að stilla okkur í takt við andann; ef okkur tekst ekki að gera þetta leiðir það af sér rugling og ringulreið.
ÞEGAR NÆMNIN EYKST
Þegar næmni okkar eykst, þegar við einbeitum okkur aftur að andlegri miðju okkar, finnum við nýjan styrk til að bregðast við og sá styrkur verður til með kærleika. Í Fiskunum löðumst við að því sem við elskum mest, og ef við einbeitum kærleika okkar að raunverulegum tilgangi okkar, munum við laða að okkur tækifæri til vaxtar og velgengni. Kærleikurinn er mesti lækningamátturinn.
Í Fiskunum getum við metið ljóð og fegurð lífsins. Við öðlumst innri ró til að verða hluti af hinu góða, sanna og fallega sem varir í gegnum tíðina. Þegar við aðskiljum okkur frá einum tíma og einum stað, getum við stillt okkur inn á alla tíma og staði. Þegar við opnum fyrir og hlustum á okkar eigin dýpstu sjálf aðlögumst við öllu lífinu. Við verðum meðvituð um að við erum tengd hvert öðru í einum stórum vef lífsins og að það sem gerist við einn hluta hans, hefur áhrif á alla hlutana. Þannig þróum við samúð og sanna auðmýkt.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
SMELLTU HÉR ef þú vilt kynna þér leiðir til að auka eigið næmi.
Þegar þú skráir þig á póstlistann minn færðu ókeypis fjórar hugleiðslur.
Mynd: Shutterstock.com