Heilsa og útivera

mynd
20. janúar 2025 kl. 15:37

Fyrsta nýja Tungl ársins 2025

Ég var nú eiginlega búin að lofa sjálfri mér því að vera ekki með greinar um stjörnuspeki þetta árið, en hef nú þegar rofið það loforð í annað sinn á árinu. Í þetta sinn er það vegna þess að nýja Tunglið í Vatnsbera sem kveiknar þann 29. janúar kl. 12:36 hér á landi samkvæmt GMT tíma markar svo miklar breytingar að ég gat ekki látið vera að deila upplýsingum um það. Þetta er fyrsta nýja Tungl meira
7. desember 2024 kl. 14:55

Mars á ferð aftur á bak

Þann 7. desember 2024 breytir Mars um stefnu á sex gráðum í Ljóni til að fara aftur á bak. Mars verður í þessu aftur á bak ferli í næstum þrjá mánuði, því hann breytir ekki um stefnu til að fara beint áfram fyrr en 24. febrúar 2025, þá á sautján gráðum í Krabba. Mars fer aðeins aftur á bak um sporbaug sinn á tveggja ára fresti, svo þegar það gerist er það töluvert mikið mál. Þetta aftur á bak meira
mynd
29. nóvember 2024 kl. 4:18

Létt yfir nýju Tungli í Bogmanni

Merkúr er á ferð aftur á bak þessa dagana og verður það fram til 15. desember. Merkúr stjórnar samskiptum okkar, hugsunum, ferðalögum og samningum. Við komum því til með að nýta tímann fram til 15. desember til að endurmeta hugmyndir okkar og skoðanir. Meðan Merkúr er á ferð aftur á bak má eiga von á það gæti misskilnings í samskiptum manna á milli, svo við verðum að fylgja málum vel eftir og meira
mynd
1. nóvember 2024 kl. 7:36

Magnaðar plánetuafstöður í nóvember

Nóvember árið 2024 markast af einni mikilvægustu umbreytingu ársins – eða öllu heldur áratugarins: Plútó fer inn í Vatnsberann. Það er erfitt að undirstrika nægilega vel hversu mikilvæg þessi breyting er. Tilfærsla Plútós úr Steingeit yfir í Vatnsbera markar djúpstæð umskipti - frá hefð og uppbyggingu yfir í nýtt tímabil nýsköpunar og sameiginlegra hugsjóna. Þegar Plútó fer inn í nýtt meira
mynd
11. október 2024 kl. 20:04

Plútó breytir um stefnu

Í stjörnuspekinni telst 11. október vera sögulegur dagur, því í dag stöðvast Plútó til að snúa við á tuttugustu og níundu gráðunni í Steingeit og fara beint áfram. Framundan eru síðustu vikur Plútó í Steingeitinni – og líkur eru á að þær verði bæði kraftmiklar og umbreytingasamar. Þegar plánetur stöðvast verður orka þeirra hvað öflugust og nú þegar Plútó stöðvast er hann á örlagagráðunni meira
mynd
2. október 2024 kl. 9:41

Sólmyrkvi í dag og áhrif plánetanna í október

Síðdegis í dag eða klukkan 18:49 kveiknar nýtt Tungl í Vog og því fylgir hringlaga Sólmyrkvi á 10 gráðum í Vog. Við þennan öfluga Sólmyrkva erum við að ýta á ENDURRÆSINGAR hnappinn. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, en ekki bara það, heldur eru báðar pláenturnar í samstöðu annars vegar við Suðurnóðuna sem er á 6 gráðum í Vog (ekki teiknuð inn á kortið) en hún alltaf í 180 meira
28. september 2024 kl. 21:15

Verður kannabis verkjastillandi efni framtíðarinnar?

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kannabis eða afurða úr hamplöntunni í Ísrael. Fari aðrar þjóðir eftir niðurstöðum rannsókna þeirra eru allar líkur á að kannabislyf geti komið í stað sterkra ópíóðalyfja og annarra slævandi verkjalyfja í framtíðinni og gefið eldra fólki betra og verkjaminna líf á þessu æviskeiði. Þar í landi er áætlað að um 100.000 einstaklingar hafi heimild til að meira
mynd
26. september 2024 kl. 8:19

Stór þríhyrningur - hið kosmíska Já!

Stórir þríhyrningar eru hagstæðustu afstöðurnar í stjörnuspekinni, afstöður sem allir elska. Dagana 25. og 26. september mynda þrjár plánetur, allar í jarðarmerkjum, stóran þríhyrning, en þær eru Úranus á 27 gráðum í Nauti, Plútó á 29 gráðum í Steingeit og Merkúr á 28 gráðum í Meyju. Afstaðan er góð en mun verða enn betri þegar Úranus fer inn í Tvíbuarana á næsta ári og Plútó inn í Vatnsberann meira
3. september 2024 kl. 12:46

Nýtt Tungl í Meyju í dag

Nýja Tunglið í Meyju kveiknaði klukkan 01:55 síðastliðna nótt á 11 gráðum í Meyju. Eins og alltaf á nýju Tungli þá eru Sól og Tungl í samstöðu. Að auki er dvergplánetan Orcus í samstöðu við Sólina og Tunglið, en orkan sem fylgir þeirri plánetu er refsing fyrir þá sem svikið hafa eiða eða loforð við aðra. Nýja Tunglið er mikið umbreytingartungl, því það er í raun undanfari Tunglmyrkva á næsta fulla meira
mynd
27. ágúst 2024 kl. 10:23

Líkaminn geymir allt

Um það leyti sem ég stofnaði verslunina Betra Líf árið 1989 trónaði bókin HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR (á frummálinu You Can Heal Your Life) eftir Louise L. Hay efst á meðsölulistum um víða veröld. Bókin var aðgengileg og auðlesin og er að mínu mati ein besta sjálfshjálparbók allra tíma. Aftast í bókinni var að finna Listann, en hann hafði Louise gefið út í litlu hefti sem kallaðist Bláa bókin. Það hefti meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira