Við erum búin að vera að fjalla um orkustöðvarnar í jógatímunum okkar undanfarnar vikur. Þær eru mjög skemmtilegt viðfangsefni og eitthvað sem allir geta tengt við. Orkustöðvarnar eru eins og prismi sem við getum notað til að horfa á líf okkar og upplifun í mismunandi ljósi og litum. Og skoðað hvort við erum sátt á öllum sviðum.
Í jóga tölum við um orkustöðvarnar sem eins konar hringiður af orku sem eru dreifðar um líkamann. Aðalorkustöðvarnar eru stundum sagðar 7 og stundum 8. Hver orkustöð stendur fyrir ákveðið svið í lífinu og hver þeirra á sér sína tíðni, sinn lit. Allt sem við upplifum og hugsum í lífinu er skráð í frumurnar okkar og þessa bók lífs okkar má lesa út úr orkustöðvunum. Ef lífið setur okkur út af laginu þá endurspegla orkustöðvarnar hvar ójafnvægið liggur. Þetta innra jafnvægi hefur síðan áhrif á það hvernig við hugsum, á orkuna sem við höfum til að fylgja hugsunum okkar eftir og birta það sem við stefnum að.
Orðið Chakra (orkustöð) kemur úr sanskrít og þýðir “hjól” og þær raða sér upp eftir hryggsúlunni. Neðstu orkustöðvarnar þrjár tilheyra efninu og hinar þrjár efstu eru orkustöðvar andans. Mitt á milli þessara tveggja heima er hjartastöðin. Eins konar brú á milli himins og jarðar. Uppspretta kærleika og tengingar.
Jóga getur hjálpað okkur að koma jafnvægi á öll þessi mismunandi svið í lífi okkar og gert okkur meðvitaðri um það sem upp á vantar.
Rótarstöðin er undirstaðan, ræturnar. Hún er eins og grunnurinn að húsinu þínu, rætur trésins. Húsið þitt þarf traustan grunn og réttan jarðveg til að geta verið griðarstaður og undirstaða fyrir gleðiríkt heimilislíf.
Rótarstöðin minnir okkur á að tengja við ræturnar og gefur okkur samband við kraftinn sem býr í okkur. Það hvort þú upplifir öryggi í heiminum er nátengt því hversu mikið öryggi þú upplifðir í æsku. Ef hún er í ójafnvægi gætum við upplifað að við tilheyrum ekki - eigum okkur ekki rætur sem næra okkur. Það getur líka birst í stöðugu óöryggi um lífsafkomu - svo við slökum ekki á - heldur erum alltaf með hugann við að lifa af eða erum í krónísku streituástandi. Eins getur ójafnvægi í rótarstöð birst í stöðugum veikindum og alls kyns kvillum.
Önnur orkustöðin heitir “Svadistana” á sanskrít sem þýðir sætleiki eða dvalarstaður sjálfsins. Hérna tengjumst við flæði - eða skorti á flæði, sköpunarorkunni og leikgleðinni. Og hæfileikanum til að takast á við breytingar. Gremja eða gleði.
Þriðja orkustöðin gefur okkur sjálfstraust og meltingareldinn. Kraftinn til að melta bæði matinn og allt sem við upplifum. Sjálfstraust gefur okkur tilgang og sterk þriðja orkustöð gerir okkur kleyft að setja okkur markmið og ná þeim skref fyrir skref.
Hjartastöðin heitir “anahata” á sanskrít sem þýðir “ósnortin / ósærð”. Hún minnir okkur á að undir öllu sem hefur sært okkur í lífinu býr tær staður innra með okkur, tært hjarta sem haggast ekki hvað sem á dynur. Við getum valið að halda í það sem særði okkur eða sleppa því. Það að sleppa er samt ekki alltaf auðvelt og getur þurft tíma og þolinmæði. Hjartastöðin er eins og bolli sem heldur utan um lífið. Þegar við vöxum í hjartanu þá stækkar bollinn og rúmar meira, bæði gleði og sorg.
Efstu þrjár orkustöðvarnar eru meira andlegs eðlis. Þær tengja okkur við aðra vídd innra með okkur og gera okkur kleyft að upplifa ljósið sem við búum yfir. Við ræktum þær fyrst og fremst í gegnum hugleiðslu. Fimmta orkustöðin gefur okkur hæfileikann til að tjá æðri sannleika og hlusta í samkennd. Sjötta orkustöðin er líka sjötta skilningarvitið. Innsæið og hæfileikinn til að treysta okkar innri leiðsögn og visku. Sjöunda orkustöðin er svið sameiningar og tærleika.
Við búum yfir hæfileika til að leiðrétta og finna aftur jafnvægi. Ef við hlúum vel að garðinum innra með okkur þá verður lífið miklu ríkara, blómin ná að blómstra og ávextirnir verða sætari. Lífið öðlast dýpri tilgang og verður meira þess virði að lifa því.
Í jóga tölum við um orkustöðvarnar sem eins konar hringiður af orku sem eru dreifðar um líkamann. Aðalorkustöðvarnar eru stundum sagðar 7 og stundum 8. Hver orkustöð stendur fyrir ákveðið svið í lífinu og hver þeirra á sér sína tíðni, sinn lit. Allt sem við upplifum og hugsum í lífinu er skráð í frumurnar okkar og þessa bók lífs okkar má lesa út úr orkustöðvunum. Ef lífið setur okkur út af laginu þá endurspegla orkustöðvarnar hvar ójafnvægið liggur. Þetta innra jafnvægi hefur síðan áhrif á það hvernig við hugsum, á orkuna sem við höfum til að fylgja hugsunum okkar eftir og birta það sem við stefnum að.
Orðið Chakra (orkustöð) kemur úr sanskrít og þýðir “hjól” og þær raða sér upp eftir hryggsúlunni. Neðstu orkustöðvarnar þrjár tilheyra efninu og hinar þrjár efstu eru orkustöðvar andans. Mitt á milli þessara tveggja heima er hjartastöðin. Eins konar brú á milli himins og jarðar. Uppspretta kærleika og tengingar.
Jóga getur hjálpað okkur að koma jafnvægi á öll þessi mismunandi svið í lífi okkar og gert okkur meðvitaðri um það sem upp á vantar.
Rótarstöðin er undirstaðan, ræturnar. Hún er eins og grunnurinn að húsinu þínu, rætur trésins. Húsið þitt þarf traustan grunn og réttan jarðveg til að geta verið griðarstaður og undirstaða fyrir gleðiríkt heimilislíf.
Rótarstöðin minnir okkur á að tengja við ræturnar og gefur okkur samband við kraftinn sem býr í okkur. Það hvort þú upplifir öryggi í heiminum er nátengt því hversu mikið öryggi þú upplifðir í æsku. Ef hún er í ójafnvægi gætum við upplifað að við tilheyrum ekki - eigum okkur ekki rætur sem næra okkur. Það getur líka birst í stöðugu óöryggi um lífsafkomu - svo við slökum ekki á - heldur erum alltaf með hugann við að lifa af eða erum í krónísku streituástandi. Eins getur ójafnvægi í rótarstöð birst í stöðugum veikindum og alls kyns kvillum.
Önnur orkustöðin heitir “Svadistana” á sanskrít sem þýðir sætleiki eða dvalarstaður sjálfsins. Hérna tengjumst við flæði - eða skorti á flæði, sköpunarorkunni og leikgleðinni. Og hæfileikanum til að takast á við breytingar. Gremja eða gleði.
Þriðja orkustöðin gefur okkur sjálfstraust og meltingareldinn. Kraftinn til að melta bæði matinn og allt sem við upplifum. Sjálfstraust gefur okkur tilgang og sterk þriðja orkustöð gerir okkur kleyft að setja okkur markmið og ná þeim skref fyrir skref.
Hjartastöðin heitir “anahata” á sanskrít sem þýðir “ósnortin / ósærð”. Hún minnir okkur á að undir öllu sem hefur sært okkur í lífinu býr tær staður innra með okkur, tært hjarta sem haggast ekki hvað sem á dynur. Við getum valið að halda í það sem særði okkur eða sleppa því. Það að sleppa er samt ekki alltaf auðvelt og getur þurft tíma og þolinmæði. Hjartastöðin er eins og bolli sem heldur utan um lífið. Þegar við vöxum í hjartanu þá stækkar bollinn og rúmar meira, bæði gleði og sorg.
Efstu þrjár orkustöðvarnar eru meira andlegs eðlis. Þær tengja okkur við aðra vídd innra með okkur og gera okkur kleyft að upplifa ljósið sem við búum yfir. Við ræktum þær fyrst og fremst í gegnum hugleiðslu. Fimmta orkustöðin gefur okkur hæfileikann til að tjá æðri sannleika og hlusta í samkennd. Sjötta orkustöðin er líka sjötta skilningarvitið. Innsæið og hæfileikinn til að treysta okkar innri leiðsögn og visku. Sjöunda orkustöðin er svið sameiningar og tærleika.
Við búum yfir hæfileika til að leiðrétta og finna aftur jafnvægi. Ef við hlúum vel að garðinum innra með okkur þá verður lífið miklu ríkara, blómin ná að blómstra og ávextirnir verða sætari. Lífið öðlast dýpri tilgang og verður meira þess virði að lifa því.
Guðrún Darshan jógakennari, markþjálfi og hómópati
andartak@andartak.is