Ég hef skrifað frá því ég var barn. Fyrst barnalegt röfl í dagbækur. Svo byrjaði ég á óteljandi sögum. Þegar ég var 8 ára ræddi ég við pabba um möguleika á útgáfusamningi. Kveikjan var að hann gaf út bók eftir aðra 8 ára stelpu. Minnir að hún hafi heitið Sóley. Fannst sjálfsagt fyrst það var á annað borð hægt að gefa út 8 ára stelpur að hann gæti þá farið að gefa út sína eigin dóttur. Hann hélt nú ekki. Eftir það skrifaði ég harmræn ljóð í langan tíma. Dagbækurnar skrifaði ég langt fram undir tvítugt, þrátt fyrir að hafa þær sjaldnast í friði fyrir stóra bróður sem stundum las upp vandræðalegar tilvitnanir úr dagbókinni minni eða vissi eitthvað sem hann átti ekki að vita.
En svo hætti ég að skrifa. Ég fór að vinna með hæfileikaríkustu pennum landsins og fylltist vanmáttarkennd. Hvað get ég skrifað sem þeir geta ekki skrifað betur? Þannig hefur minnimáttarkennd mín spilað með mig með svo margt. Ég nennti aldrei að æfa íþróttir því ég var ekki best frá byrjun. Og afhverju að taka þátt ef maður er ekki bestur strax?
Á síðasta ári labbaði inn í líf mitt manneskja sem breytti þessu viðhorfi mínu. Hún sýndi mér fram á að það er ekkert sem stoppar mann nema maður sjálfur. Hún ákvað að hún vildi vera rithöfundur. Svo hún vann í áttina að því. Gaf út bók og er með aðra í smíðum. Ég veit að þetta er ekki svona einfalt. Enginn verður ekki góður penni bara með því að óska þess. En ef maður lætur ekki vaða þá gerist ekkert. Maður vinnur sko ekki í lottó nema spila með!
Þetta þýðir samt ekki að ég ætli að byrja á dagbókarskrifunum aftur. Nú yrðu það dæturnar sem kæmust í dagbækurnar og guð forði mér frá því! Þær þurfa ekki að lesa hormónafylltar játningar unglingsins sem ég einu sinni var og vona að þær verði aldrei