Pistlar:

18. október 2024 kl. 14:43

Hildur Jakobína Gísladóttir (hildurjakobina.blog.is)

Afsökunarbeiðnin sem aldrei kemur

Við höfum öll á einhverjum tímapunkti upplifað einhver hefði átt biðja okkur afsökunar á hegðun sinni en aldrei gert svo. Við sitjum þá með óunnið sár sem heldur áfram vera opið. Oftast veit viðkomandi hann hafi sært okkur með orðum eða hegðun en stundum veit viðkomandi ekki hann hafi sært okkur. Þarna kemur inn list opna á þetta við viðkomandi. hann hafi sært þig og þér finnist það leitt og hvort hann hafi áttað sig á því hafa gert það. Öðruvísi veit viðkomandi ekki hann hafi sært þig og skilur ekki í því af hverju þú forðast hann eða sért fámáll í samskiptum við hann. Ef honum bregður hins vegar og segist ekki hafa áttað sig á afleiðingum sinna gjörða, þá grær sárið um heilt og málið er dautt.  

Hins vegar er það flóknara þegar fólk særir þig vísvitandi. Þá verður sárið opið því afsökunarbeiðnin mun sennilega ekki koma. Hvað er þá til ráða?  Það fer auðvitað eftir  því hvesu djúpt viðkomandi hefur sært tilfinningar þínar. Hvort þetta vinnufélagi, ættingi eða vinur eða bara einhver út í . Einnig skiptir máli hvernig þú sjálfur vinnur úr slíkum tilfinningum og hvernig persónuleiki þinn er samsettur þegar kemur a því vinna úr slíkum særindum. Þetta varðar því sjálfsmyndina, sjálfsöryggi og getur haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir andlega líðan manns og  þá hvaða bjargráð við notum til vinna úr þessu.  

Best er auðvitað opna á vandann við viðkomandi aðila en margir þora því ekki vegna áhættunnar verða enn meira særð eða vegna stolts. En stoltið ber þig bara hálfa leið þ það leysir ekki innri vandann.  

Það er líka mikilvægt lesa aðeins í aðilann sem særði þig. Gerir hann það oft t.d á vinnustaðnum og við marga aðra eða bara þig? Ertu á óheilbrigðum vinnustað? Er hann oft í árekstrum t.d innan fjölskyldunnar og á í samskiptavanda osfrv. Jafnvel getur þetta veriðí pólitískum tilgangi. Það skiptir líka máli fyrir þína líðan þannig þú getur þá myndað þér skoðun um vandinn hans en ekki þinn. Ef svo er þá mun afsökunarbeiðnin hugsanlega aldrei koma en skiptir það þig þá einhverju máli? Sennilega ekki, mögulega verður þú bara reiður út í viðkomandi sem er þá líka eyðileggjandi tilfinning. Eða þá þú vorkennir viðkomandi fyrir vera eins og hann er og þá mildast þetta frekar. Þitt er auðvitað valið en ljóst er viðkomandi er ekki í stakk búinn til biðjast afsökunar af einhverjum orsökum sem koma þér ekkert við. 

Þetta er verra innan fjölskyldunnar en sama lögmál fylgir, ræðið þetta við viðkomandi til gera metið hvernig þið ætlið bregðast við. Hins vegar afhjúpar sá sem á sig skömmina veit enn frekar sína vankanta með því að biðjast ekki afsökunar. Það eru alltaf skýringar á öllu.

17. október 2024 kl. 15:16

Alþjóðleg vitundarvika um vinnustaðaeinelti - leiðinlegur titill en dauðans alvara

Þessi vika er tileinkuð alþjóðlegri vitundarvakningu um einelti á vinnustöðum. Lítið hefur verið rannsakað hvort að fólk í stjórnunarstöðum sé lagt í einelti en í fyrradag voru niðurstöður norskrar rannsóknar á því birt. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýnir að enginn marktækur munur er á einelti gagnvart starfsmönnum né stjórnendum í Noregi. Stjórnendur verða því einnig fyrir einelti á vinnustöðum meira
6. apríl 2024 kl. 15:51

Haltu áfram að skína

Er vinnustaðurinn þinn kaótískur, eru tíðar breytingar á skipuriti, deildum og mannafla. Er ráðið inn í stöður án auglýsinga, er „uppáhalds starfsfólks“ menning og er andað ofan í hálsmálið á þér eða þú útilokuð/aður frá mikilvægum fundum? Eru pólítískar ákvarðanir teknar á kostnað mannauðs? Veistu aldrei á hverju þú átt von á, er þér farið að líða illa á vinnustaðnum, áttu erfitt með meira
6. mars 2024 kl. 19:03

Hvað kosta einelti og kulnun vinnustaðinn?

Skv. rannsókn Branche & Murray sem gerð var 2015 kostar vinnustaðaeinelti um 100.000 dollara per mann á ári. Það eru rúmar 13 milljónir á starfsmann. Þetta er ekki fjarri lagi. Það þarf að fá inn hlutlausan fagaðila sem tekur hátt í eina milljón fyrir verkið. Þá hverfa oftast bæði meintur þolandi og meintur gerandi í burtu frá vinnustaðnum á fullum launum og þeirra störf þarf því líka að meira
1. febrúar 2024 kl. 13:52

Of góð/ur fyrir vinnustaðinn þinn?

Það er alltaf gaman að byrja að vinna á nýjum vinnnustað. Tilhlökkunin er til staðar og tekið er vel á móti manni. Í ráðningarferlinu er rætt um þig sem starfsmann og hvernig þú kemur fyrir, hvaða reynslu og menntun þú ert með sem nýtist vinnustaðnum, hvernig þú ert í samskiptum og nú oft hvort að þú hafir eitthvað að fela sem gæti komið þér um koll síðar meir. Þú ert aðalstjarnan í meira
25. apríl 2023 kl. 21:41

Stjórnunartengd vanheilsa

Umræða um kulnun og fleiri stjórnunarlega þætti sem auka á vanlíðan í starfi voru til umfjöllunar í Kastljósi í vikunni. Þar kom fram að dæmi séu um að félagsmenn í stéttarfélögum fái ekki lengur greitt úr sjúkrasjóðum vegna aukinnar ásóknar í sjóðina. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarin ár og ekki fengið nógu verðskuldaða athygli hjá stjórnendum almennt að mati undirritaðrar þrátt fyrir meira
8. nóvember 2022 kl. 17:56

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Í dag er dagur eineltis og í ljósi nýlegra frétta af auknu einelti og ofbeldi er vert að staldra við og leita leiða til að sporna gegn þessum vágesti.   Árið 2010 sýndi greining á 86 rannsóknum að vinnustaðaeinelti var þá 14,6% á heimsvísu.Því miður er það svo skv. nýjustu rannsóknum að vinnustaðaeinelti er að færast í aukanna. Það er því kannski ekki skrýtið að okkur finnist einelti á meðal meira
2. mars 2022 kl. 12:50

Ertu í blóma lífsins eða í blóma þíns eigin lífs?

Hvað er að vera í blóma lífsins? Hvenær er það? Á hvaða aldri eða lífsskeiði er fólk í blóma lífsins? Skv. skilgreiningum fellur þar margt undir og yfirleitt í textasamhengi við annað. Allt frá því að vera ungur, heilbrigður, vera á besta aldri og að því að vera einfaldlega á lífi. Flest skiljum við þetta örugglega þannig að vera  ungur og iðinn og þannig á hátindi lífsins. En þá má að sama meira
10. febrúar 2022 kl. 17:05

Um aldursfordóma á vinnumarkaði

Undanfarið hefur borið á umfjöllun um aldursfordóma á vinnumarkaði. Neikvæðar staðalmyndir um unga og eldri starfsmenn geta haft áhrif í ráðningarferli og eru í raun ekkert annað en fordómar eða mismunun innan vinnumarkaðsins. Skv. vísindavefnum eru fordómar hugsaðir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar og aldursfordómar eru fordómar gagnvart eldra fólki. Aldursfordómar eru hins vegar bæði í garð meira
2. janúar 2022 kl. 15:52

Starfsmenn á COVID tímum

  Covid 19 faraldurinn hefur nú varað í 2 ár. Þessi tvö ár hafa verið krefjandi á marga vegu og við höfum eftir bestu getu reynt að lifa sem eðlilegasta lífi við þessar skrýtnu aðstæður. Þessi faraldur hefur haft neikvæð áhrif á líðan og heilsu fólks en nýleg rannsókn gefur til kynna að unga fólkið sé frekar útsettara fyrir streitu, kvíða og þunglyndi tengdum faraldrinum, en aðrir.(Varma, et meira
11. október 2021 kl. 16:45

Ertu leið/ur á vinnustaðnum þínum?

Flestir ganga til liðs við vinnustaðinn sinn fullir af áhuga og drifkrafti. Í fyrstu hlakkar þig til að fá að sýna hvað í þér býr og hverju þú getur afkastað. Þessu má líkja við nýju sambandi við annan einstakling. Spennan og eftirvæntingin er mikil og bjartsýni ríkir. Þegar við byrjum á nýjum vinnustað göngum við út frá því að á vinnustaðnum ríki gagnkvæm virðing á milli samstarfsmanna, að meira
23. júní 2021 kl. 14:50

Yfirgangur, ruddaskapur eða einelti?

Í fræðum vinnusálfræðinnar eru til mörg hugtök yfir ofbeldi á vinnustað. Eitt er einelti, annað hópelti, svo er árásargirni eða andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, áreitni osfrv. Klínísk sálfræði gengur út á að finna út hvað það er i einstaklingnum sem orsakar hegðun bæði frá hans hendi eða annarri hegðun gagnvart honum.Þar geta t.d aðstæður í uppvexti, áföll og annað skipt máli. meira
23. júlí 2020 kl. 15:56

Greining samskiptavanda og eineltis á vinnustöðum

Þegar verið er að greina samskipta-hegðunarvanda eða einelti á vinnustöðum þarf að gæta að heildstæðri nálgun. Vinnustaðamenning getur ýtt undir að einelti eigi sér stað en að sama skapi getur hún líka ýtt undir það að um samskiptavanda sé að ræða t.d. vegna ófullnægjandi upplýsingaflæðis innan vinnustaðarins. Það er því ekki nóg að einblína á einstaklingana án þess að greina menningu meira
17. júní 2019 kl. 16:40

Aldamótakynslóðin kulnar

Kulnun er fyrirbæri sem mikið hefur verið rætt um undanfarið. Margir helstu sérfræðingar og vísindamenn er rannsaka kulnun og örmögnun eru frá Hollandi. Kulnun hefur verið þekkt vandamál í Hollandi í áratugi og fólk óhrætt við að ræða opinberlega um það að það sé ofurþreytt og útbrennt. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin(WHO) viðurkenndi nýlega hugtakið kulnun í starfi og er það nú skilgreint skv. meira
23. nóvember 2018 kl. 18:25

Fóður fyrir nettröll

Tæknivæðingunni hefur fleytt fram og þróast hún á leifturhraða.  Allt er á fullu og allt gerist hratt og örugglega. Bregðast þarf hratt við sem flestu og fæst þolir neina bið. Áreitið er mikið úr öllum áttum og því fylgir án efa þó nokkur streita enda höfum við jú bara takmarkaðann tíma til að sinna öllu þessu áreiti. Til að ná að fylgjast með því sem gerist fer fólk stundum hratt yfir meira
21. ágúst 2018 kl. 16:49

Dónalegir vinnufélagar

FVið viljum og gerum ráð fyrir að það sé komið fram við okkur af kurteisi og virðingu og sem betur fer gera það  flestir sem við eigum í samskiptum við. Hins vegar höfum við flest líka lent í samskiptum við fólk sem sýnir okkur hranaskap, ónærgætni og er dónalegt og ókurteist í framkomu. Stundum gerist það þegar aðilar snöggreiðast en sjá svo fljótlega eftir hegðun sinni og biðja okkur meira
2. febrúar 2018 kl. 19:03

Lífstíðar uppsögn vegna kynferðisofbeldis?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að margar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum. Menn eru þar án efa engin undantekning nema síður en svo  en hafa ekki enn komið fram með sínar sögur í kjölfar #metoo byltingu kvenna. Vonandi kemur þó að því. Þeir sem verða fyrir slíku ofbeldi á vinnustað og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á meira
29. nóvember 2017 kl. 18:32

Siðblindir stjórnendur

Þegar almenningur heyrir um siðblinda einstaklinga sjá þér fyrir sér nokkurs konar skrímsli. Eins og á við um barnaníðinga. Hins vegar er staðreyndin sá um báða fyrrnefnda,að þeir líta jafnvel út eins og okkar besti vinur eða nágranni.Það er ekkert "skrímslalegt" við útlit þeirra. Siðblindir einstaklingar þrífast á völdum og þeirri stjórn sem þeir hafa á öðrum í  kringum sig. Þeir hafa góða meira
25. ágúst 2017 kl. 10:39

Leiðist þér í vinnunni?

Stundum leiðist okkur. Það er mannleg tilfinning og við finnum hvað mest fyrir henni þegar við bíðum eftir einhverju eins og t.d. á biðstofu eftir lækni eða tannlækni. Hins vegar getur okkur stundum leiðst í vinnunni eða fundið fyrir svokölluðum, vinnuleiða (e. job boredom). Vinnuleiði er þekkt hugtak innan vinnusálfræðinnar sem hefur ekki fengið mikla umræðu. Ef við erum með vinnuleiða þá finnst meira
29. maí 2017 kl. 11:48

Þegar vinnan verður manni um megn

Rannsóknir sýna að „kulnun í starfi“(e. Burnout) virðist vera að aukast á 21. öldinni. Það er m.a. rakið til meira áreitis, meiri skyldur starfsmanna og á móti minni fjárveitingar. Um þetta fyrirbæri hefur ekki verið mikið rætt á Íslandi enda ennþá svolítið tabú. Að auki hefur ekki mikið verið viðurkennt að þetta geti átt sér stað og að hver sem er gæti lent í þessu enda vantar meira
8. mars 2017 kl. 19:47

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið!

Undanfarið hefur maður orðið var um reiði fólks í samfélaginu. Heimilisofbeldi virðist vera að aukast og önnur ofbeldisverk eru nánast orðið daglegt brauð á síðum fjölmiðla landsins. Maður skilur þó að mörgu leyti vanmáttin sem liggur að baki hluta þessarar reiði. Leigu- og kaupverð húsnæðis er farið upp úr öllu valdi og er í engu samræmi við tekjur fólks. Almennt verðlag fer hækkandi og er ekki meira
10. nóvember 2016 kl. 15:04

Úrkula kennarar

Fyrr í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um alvarlega stöðu kennarastéttarinnar vegna starfaðstæðna og síaukins álags. Margar rannsóknir styðja það að löngum hefur kennarastéttin, ásamt heilbrigðisstéttinni og félagsráðgjafastéttinni, verið á meðal þeirra sem eru í mesta áhættuhópi fyrir kulnun í starfi. Þetta er því verulega alvarleg staða. Nú er svo komið að kennarar sjá ekki fram á að bregðast við meira
1. nóvember 2016 kl. 13:17

Ágreiningur á vinnustað

Erfið samskiptamál eru mikilvægur ábyrgðarþáttur stjórnanda á vinnustað. Eigi hann erfitt með að takast á við slík mál er mikilvægt að fá utanaðkomandi aðstoð. Ágreiningur er hluti af samskiptum fólks og ekki hjá því komist að forðast hann á vinnustað. Ágreiningur getur verið flókinn og margar tilfinningar geta spilað þar inn í. Hann getur þó verið nauðsynlegur varðandi framþróun mála og til að meira
14. ágúst 2016 kl. 15:20

Hunsun starfsánægjukannanna

Starfsánægjukannanir eru mikilvæg verkfæri stjórnenda og stjórna fyrirtækja og stofnana, til að meta vellíðan fólks i vinnunni undir þeim stjórnarháttum sem eru við lýði og stöðu mannauðsmála á vinnustöðum yfir höfuð. Markmiðið með þeim er að bæta það sem bæta má og tryggja öryggi, vellíðan og starfsánægju starfsmanna á vinnustaðnum. Að auki er þetta mikilvægur vettvangur fyrir starfsmenn til meira
17. júní 2016 kl. 18:33

Mannorðsmorð stjórnenda

Þegar ungir stjórnendur fá sína fyrstu stjórnendastöðu eru þeir að vonum, uppfullir af krafti, eldmóði og óteljandi hugmyndum um hvað og hvernig þeir ætla að gera vinnustaðinn sinn nýja betri og láta menntun sína og þekkingu skila árangri. Mikil spenna ríkir fyrir stöðunni og óreyndir stjórnendur gleyma oftast (sem eðlilegt er)að athuga hvort vinnustaðurinn sem þeir eru að ráða sig til sé meira
9. maí 2016 kl. 21:20

Ertu fyrirmynd?

Það getur verið auðvelt að falla undir pressu múgæsings. Sérstaklega á það við ef viðkomandi er hluti af stórum hópi sem er með afgerandi og jafnvel róttæka skoðun á einhverju tilteknu málefni. Það er gott og gilt og auðveldara undir þeim kringumstæðum að gera svo heldur en ekki. Hins vegar má alveg íhuga hvaða afleiðingar það hefur í för með sér? Um daginn var hringt í mig frá Krakkafréttum RÚV. meira
mynd
31. mars 2016 kl. 17:05

Heiftin á netinu

Það er okkur öllum hollt og nauðsynlegt að setja okkur sjálfum og öðrum mörk. Það gerum við til þess að verja okkur ágangi annarra sem eru til dæmis ekki alveg með sín mörk á hreinu og hafa engann "stoppara"ef svo má að orði komast. Öll höfum við okkar eigin viðhorf og skoðanir sem eru ekki endilega þau sömu og nágrannans sem ætti ekki heldur að skipta máli. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur meira
mynd
29. febrúar 2016 kl. 12:22

Kulnun í starfi (Burn out)

Hugtakið kulnun í starfi hefur almennt ekki verið mikið notað í íslensku tali undanfarin ár en þó er farið að aukast að rætt sé um það að einhver sé útbrunnin í starfi. Margir kannast við að vinna á vinnustöðum þar sem vinnuálag er mikið og mannaforráð af skornum skammti. Hér er hægt að nefna sem dæmi, heilbrigðisstéttir, starfsmenn félagsþjónustu og kennara en þessar stéttir eru skv. rannsóknum í meira
3. febrúar 2016 kl. 14:47

Opin tjáskipti

Vellíðan er mikilvæg í öllum samfélögum og hefur sennilega enn mikilvægari sess í litlum samfélögum þar sem samskiptin eru náin og oft svo snúin. Fólk er stundum í mörgum hlutverkum og hefur mismunandi hagsmuna að gæta hverju sinni. Aðrir þurfa að vera meðvitaðir um í hvaða hlutverki fólk er hverju sinni og virða rétt fólksins til einkalífs þess á milli. Upplifanir fólks á veruleikanum meira
26. nóvember 2015 kl. 17:05

Umræða og ábyrgð!

Umræðan í fjölmiðlum undanfarið hefur verið að mér finnst á mjög neikvæðum nótum undanfarið. Hver umfjöllunin á fætur annarri fjallar um að reyna að afhjúpa einhver mistök eða afglöp jafnvel í starfi sem og að einblína á að finna einhvern sökudólg til að skella skuldinni á. Þessi umræða dregur úr manni þrek og orku.  Þessi fórnarlambsvæðing er að mínu mati að verða svolítið þreytandi. Hvað meira
29. ágúst 2015 kl. 21:38

Eineltismál barna

Umræða um eineltismál barna eru tíð í fjölmiðlum og ber nú á góma þegar skólarnir eru að byrja að nýju eftir sumarfrí. Oftar en ekki snúast þær umræður um meint úrræðaleysi skólayfirvalda til þess að taka á slíkum málum eða einhvers konar getuleysi til þess að leysa þau. Skv. 13.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 eru grunnskólar vinnustaður nemenda og ber því skólayfirvöldum að taka á meira
10. júní 2015 kl. 16:03

Þolendur gerðir ábyrgir

Á árum áður þegar kona varð fyrir kynferðisofbeldi var talið að hún hafi með einhverjum hætti boðið upp á það. Að hún hafi t.d. ögrað gerandanum með hegðun sinni, útliti eða klæðaburði. Þetta sama segja oft barnaníðinga, þ.e. þegar þeir réttlæta brot sitt gagnvart börnum. Dæmi um skýringu væri að barnið sjálft hefði sýnt kynferðislega tilburði. Í mörgum ríkjum heims er þetta enn við lýði og í meira
Hildur Jakobína Gísladóttir

Hildur Jakobína Gísladóttir

Vinnusálfræðingur og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium ráðgjöf ehf. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, stjórnendamarkþjálfi(Executive Coach) frá opna Háskolanum, Leadership Management International stjórnendaþjálfi og mastersgráðu í Vinnusálfræði frá London Metropolitan University og mastersnemi í klínískri sálfræði frá sama skóla.

Meira