c

Pistlar:

17. mars 2019 kl. 10:38

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Óstöðvandi hagkvæmni vindorku

Þeir vindmyllu­garðar sem nú eru byggð­ir eru marg­ir hverj­ir með vind­myll­ur þar sem hver og ein er um þrjú eða 3,5 MW. Það er stórt skref frá því sem var fyrir ein­ung­is nokkr­um ár­um þeg­ar há­marks­afl hverr­ar vind­myllu var oft um eða und­ir 2 MW.

Stærri vind­myll­ur auka hag­kvæmn­ina. Og stækk­andi hverf­lar og vind­myll­ur hafa nú þeg­ar gert það að verk­um að vind­orka á sum­um svæð­um í heim­in­um er orð­in hag­kvæm­asta teg­und raf­orku­fram­leiðslu. Líklegt er að í mörgum þeim vind­myllu­görð­um sem ver­ið er að und­ir­búa í dag (á landi) verði hver vind­mylla með afl upp á um 4 MW. Og sennilega er ekki langt í að slíkar vind­myll­ur verði um og yfir 5 MW.

Wind-turbine-worker_Askja-EnergyUtan við strönd­ina er­um við svo far­in að sjá ennþá stærri vind­myll­ur. Þann­ig hef­ur Vestas hafið fram­leiðslu á 9,5 MW vind­myll­um, sem senn munu rísa utan við strönd Belgíu. Og nú snemma á þessu ári (2019) til­kynnti Gene­ral Electric um nýja 12 MW vind­myllu!

Eðli máls­ins sam­kvæmt er ein­fald­ara og ódýr­ara að reisa og starf­rækja vind­myllu­garða á landi en úti í sjó. Nú fyrir helg­ina var til­kynnt um far­sæla upp­setn­ingu og raf­orku­fram­leiðslu til­rauna­myllu Gene­ral Elec­tric upp á 5,3 MW. Sem í dag er afl­mesta vind­mylla á landi. Vind­myll­an var reist í Holl­andi og gert er ráð fyrir að senn verði til­kynnt um fyrstu kaup­end­urna og fjölda­fram­leiðsla fari á fullt.

Hver spaði þess­ar­ar nýju geysi­öfl­ugu vind­myllu GE er rétt tæp­lega 80 m lang­ur. Helsta hindrun­in vegna svo langra spaða er flutn­ing­ur þeirra á áfanga­stað. Þess vegna eru þess­ir gríðar­stóru spað­ar með nýrri hönn­un; hver spaði er fram­leidd­ur í tvennu lagi og eru svo sett­ir sam­an á staðn­um. Það er danska fyrir­tæk­ið LM Power sem á heið­ur­inn að þeirri smíði, en GE keypti ein­mitt LM Power ný­lega. Tækni­þró­un­in í vind­ork­unni er sem sagt enn á fullu og hag­kvæmn­in þar á enn eftir að auk­ast.

Þessar stóru nýju vind­myll­ur bæði á landi (4-6 MW) og í sjó (10-12 MW og jafn­vel enn stærri) munu verða enn eitt skref­ið í því að gera vindork­una að hag­kvæm­ustu raf­orku­fram­leiðslu í heimi. Og mögu­lega eru ein­ung­is fá­ein ár í að nýjar ís­lensk­ar jarð­varmavirkj­an­ir og jafn­vel einn­ig nokkrar af fyr­ir­hug­uð­um vatns­afls­virkj­un­um hér munu ekki reyn­ast sam­keppn­is­hæf­ar við vind­orku. Eft­ir sem áður munu vind­myllu­garð­ar þó þurfa að­gang að var­afli. Og þar erum við Ís­lend­ing­ar í góðri stöðu með okk­ar stóra vatns­afls­kerfi með miðlun.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira