c

Pistlar:

16. september 2016 kl. 19:39

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

Strengjakvartett og mælingar

Jæja þá eru tveir tímar búnir hjá Lilju í ræktinni og er ég alveg rosalega ánægð með það sem komið er. Bæði eru æfingarnar skemmtilegar og erfiðar, hópurinn alveg frábær og Lilja alveg mögnuð. Ég viðurkenni það að ég varð nú eitthvað vör við strengi í morgun þegar ég vaknaði en er það ekki bara gott, þá hef ég greinilega verið að taka eitthvað á. 

Matarræðið er strax farið að verða betra og reyni ég bara að taka einn dag í einu. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Pepsi Max, nammi og almenn óhollusta hafa verið mínir veikleikar og því á miklu sem verður að taka varðandi breytingar til hins betra. En ég er tibúin í þetta verkefni og hlakka til að læra borða hollt og rétt.

Í dag mættum við skvísurnar í mælingar, myndatöku og smá viðtal. Að láta mynda sig við mælingar á líkama sínum er nú ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi, en ef þetta er það sem þarf til þess að ég fari að huga betur að lífstílnum mínum þá er mér alveg sama.

Helgin verður svo notuð til þess að fara í göngutúra og slaka á og gíra sig upp fyrir næstu viku, ég bíð spennt eftir að mæta til Lilju eftir helgarfrí.

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira