Sá Einhverfi rótaði í hillunum undir sjónvarpinu í dag. Ég vissi að hann var að leita að DVD mynd. Ég vissi bara ekki að hvaða mynd.
''Hvar er hún'' sagði hann margoft með upptrekktu tilgerðarlegu röddinni sinni. Sem þýðir að setningin kemur úr einhverri bíómynd. Hún er ekki sprottin af frumkvæði hans sjálfs. Hún var færð honum á silfurfati úr einhverri bíómyndinni.
Hvað viltu? Hvaða mynd viltu? Að hverju leitarðu? hvaða mynd viltu horfa á?....
Ég reyndi allar hugsanlegar spurningar í von um að einhver þeirra myndi hjálpa honum að tjá sig. En orðið sem hann leitaði að varð hann að finna í eigin gagnabanka. Og þar er skjalavarslan öll í rugli. Ólíkt því sem hún er í bíómynda-gagnabankanum. Þar er allt í röð og reglu. Auðsótt og auðfundið.....
........... færslan er í heild sinni á þessari síðu