c

Pistlar:

2. mars 2009 kl. 19:44

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Polli = Pólverji ?

Eitt eru ryskingar á milli tveggja drengja á unglingsaldri þar sem hormónaflæði er á fullu blasti, sem kannski endar með smá blóðnösum og særðu stolti. Annað er hrein og bein líkamsárás tveggja drengja á jafnaldra sinn, sem svo endar á slysadeild eða spítala.

Ég er furðu lostin yfir þessu viðtali við skólastjórann sem vill sem minnst úr málinu gera og finnst það blásið upp af fjölmiðlum. Hvað þýðir það? Blásið upp..? Staðreyndirnar liggja fyrir og þær eru ekki fallegar.

Ég er viss um (eða vona allavega) að þjálfarar í bardaga- og sjálfsvarnaríþróttum hvers konar leggja ríka og mikla áherslu á drengskap og það að nota ekki kunnáttuna utan æfinga og keppna. Nema að sjálfsögðu í sjálfsvörn.

Að mínu mati er þetta mál hið alvarlegasta af fleiri en einni ástæðu. Og ég er afar ósátt við þá vörn (eða kannski afneitun) sem skólastjórinn virðist vera í. Hún minnist ekki orði á að tekið verði á atvikinu og það rætt til að koma í veg fyrir endurtekningu. Hver eru eiginlega skilaboðin til annarra nemenda í skólanum ef tekið er á þessu af slíkri léttúð?

Og nú spyr sá sem ekki veit: getur verið að Polli sé nýyrði og sé notað sem uppnefni og í niðrandi tón um   Pólverja?

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira