Hvar er rigning? spurði Sá Einhverfi í morgun. Aldeilis standandi hlessa á þessum endalausa snjó.
Í gærmorgun var hann ekki jafn umburðarlyndur og argaði á mömmu sína yfir veðurfarinu. Mamman gargaði á móti. Hneyksluð á skilningsleysi krakkans: Ian það er vetur for Gods sake.
EKKI VETUR, gargaði hann á móti.
Sem sagt hugguleg morgunstund sem við áttum þarna mæðginin.
Ég hef ákveðið að bráðlega mun ég yfirgefa landið í vikutíma. Ætla að halda í milda veðrið í Þýskalandi. Það verður þó vinnuferð þar sem ég mun eyða tímanum við skriftir og heimildaöflun á daginn. En kvöldin mun ég eiga með Berlínar-Brynju. Oooo hvað það verður næs, svo ég tali ekta íslensku.
Fleira skemmtilegt er framundan hjá mér í þessum mánuði. Ball, árshátíð, ferming hjá Hafliða uppáhalds frænda, strípur og klipping (mjöög veigamikið atriði) og endahnúturinn verður rekinn í byrjun apríl en þá stendur brúðkaup fyrir dyrum í fjölskyldunni.
Upp úr því þarf svo bara að fara að huga að sumrinu. Almáttugur hvað tíminn líður fljótt.