c

Pistlar:

7. apríl 2009 kl. 18:53

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Where can I find this shop?

Gelgjan og faðir hennar Bretinn munu hverfa af landi brott í fyrramálið. Það sem átti að vera stutt heimsókn Gelgjunnar til Litla rasistans og annarra ættingja í Bretlandi, vatt örlítið upp á sig. Endar sem sagt með að feðginin fara bæði og verða yfir páskana.

Bretinn er að horfa á meistaradeildina í sparkboltanum.

Hvað á þetta að vera lengi á skjánum sagði ég

At least 45 minutes, svaraði Bretinn.

Ég hlýt að hafa gefið frá mér andvarp því hann benti mér á að ég myndi losna við hann eftir örfáar klukkustundir í heila viku.

Já einmitt sagði ég. Og ég mun örugglega þurfa að flytja tímabundið að heiman þegar þú kemur til baka.

Þá benti Bretinn mér á að hann hefði næstum þurft áfallahjálp þegar ég kom til baka frá Berlín um daginn, svo mikið hefði ró heimilisins raskast við heimkomu mína.

Svona líður sjómannskonum sagði ég. Það umturnast öll rútína í hvert skipti sem sjómennirnir koma heim. Konur og karlar eru ekki sköpuð til að búa saman, bætti ég við.

Bretinn hló. Where did you get this pearl of wisdom from?

Alfarið frá mér komið, sagði ég stolt. Enda er ég viss um að það væri mikið meira riðið í fjarbúð en sambúð.

What búð, sagði Bretinn á sinni blönduðu mállýsku. Where can I find this shop?

Hann tekur mig sjaldnast alvarlega þessi maður.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira