c

Pistlar:

16. júní 2009 kl. 0:49

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Geirvörtur og naflar

Íslenska er fallegt mál að mínu mati, enda er ég Íslendingur. En sum orð mun ég aldrei geta sætt mig við.

Hvað er til dæmis málið með orðið nafli (borið fram nabbli)??

Íslenskir nabblar eru feimnismál og ég stend á þvi fastar en fótunum að ástæðan er þetta gelgjulega orð: NABBLI.

Það er ekkert sætt, krúttlegt eða sexý við orðið nabbli.

Muniði eftir unglingabókinni: Sjáðu sæta naflann minn.

Ææææ

Belly button er allt annar handleggur. Það er orð sem enginn þarf að skammast sín fyrir að segja upphátt. En ekki væri nú samt gott að þýða orðið beint yfir á íslensku:

  • maga-tala
  • bumbu-hnappur
  • vamba-takki

Neee... gengi aldrei

Svo er það orðið sem hrein skömm er af:

GEIRVÖRTUR

Þetta skelfilega orð kveikir ekki í nokkrum manni.

Konur, reynið að vera tælandi á sannfærandi hátt þegar þið segið við elskhuga ykkar: Geirvörturnar á mér eru pinnstífar af æsingi.... eða eitthvað slíkt.

Hverjum datt í hug að líkja þessum fallega parti af líkamanum, sem hefur þar að auki jafn göfugan tilgang,  við hann Geir sem var allur útsteyptur í vörtum? 

Nei má ég þá frekar biðja um hið dísæta og girnilega orð Ameríkana og Englendinga: nipples.

Jammí

Minnir á nibble (nart). Hvað er betur við hæfi?

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira